Fundargerð 6. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
19. apríl  2002, kl. 9:00.

Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Ólafur Kvaran, Þorgeir Ólafsson og Jóhann Ásmundsson var í símasambandi. Auður Sigurðardóttir skjalavörður Þjóðminjasafns Íslands ritaði fundargerð.

1. Fundargerðir. Fundargerðir 3., 4. og 5. fundar voru lagðar fram og samþykktar.

2. Styrkveitingar til safna 2002.
Rætt um niðurstöðu styrkveitinga vegna Búvélasafnsins á Hvanneyri, Safnahúss Borgarfjarðar, Minjasafnsins á Akureyri og Listasafns Reykjavíkur. Varð nokkur umræða um málið.
Búvélasafnið á Hvanneyri fékk ekki styrk vegna ákvæða 10. gr. safnlaga um ríkisrekin söfn.
Safnahús Borgarfjarðar.Veittur var rekstrarstyrkur til Byggðasafnsins, en verkefnastyrkir til Listasafnsins og Náttúrugripasafnsins. Gert var ráð fyrir að rekstrarstyrkurinn nýttist til gerðar sýningarinnar.
Listasafn Reykjavíkur, veittur var styrkur til skráningar á verkum Kjarvals.
Minjasafnið á Akureyri, verkefnastyrkur er m.a. ætlaður í að efla samstarf safna í Eyjafirði.
Ákveðið var að sú verklagsregla gildi í framtíðinni að í úthlutun safnaráðs komi skýrar fram til hvaða verkefna styrkurinn sé ætlaður.

3. Styrkveitingar til safna 2003.
Auglýsing um styrkveitingar til safna vegna ársins 2003 verður birt í maí/júní á heimasíðu Þjóðminjasafnsins, í Morgunblaðinu, Sveitarstjórnarmálum, Lögbirtingablaðinu og á Safnalistanum. Ítreka þarf sérstaklega að umsóknir til skráningar í Sarp séu undanþegnar styrkveitingu.

4. Reglugerð og verklagsreglur safnaráðs.
MH lagði fram drög að stefnuskrá safnaráðs til umsagnar nefndarmanna og var óskað eftir skriflegum athugasemdum frá ráðsmönnum fyrir næsta fund.

5. Starfsmaður safnaráðs.
Mjög brýnt er að ráðinn verði starfsmaður safnaráðs. ÞÓ sagði að málið væri hjá lögfræði- og stjórnsýslusviði ráðuneytisins. MH sagði Þjóðminjasafnið væntanlega geta tekið að sér fjármálaumsýslu safnaráðs enda verði greiddur umsýslukostnaður vegna verkþátta Þjóðminjasafnsins. MH mun ræða málið við ráðherra.

6. Erindi sem borist hafa.
Umsókn frá Byggðasafni Skagfirðinga Glaumbæ vegna skráningar í Sarp.
Samþykkt að veittur verði 100.000 kr. styrkur.

Umsókn frá Listasafni Ísafjarðar var frestað til afgreiðslu styrkja vegna ársins 2003.

Erindi vegna sýningar í Færeyjum: Veiðimenning í útnorðri. Lánaðir verða um 20 munir frá Íslandi. Safnaráð heimilar fyrir sitt leyti Þjóðminjasafni Íslands að vinna málinu framgang.

Beiðni frá Kongenes Jelling í Jelling í Danmörku um lán á tveimur gripum á sýningu þar. Safnaráð samþykkir erindið.

Lögð var fram Safnastefna Síldarminjasafns á Siglufirði og árseikningar vegna ársins 2001.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:30/AS