Fundargerð 5. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
13. mars 2002, kl. 14:15.

Mættir: Þorgeir Ólafsson, Margrét Hallgrímsdóttir, Ólafur Kvaran, Álfhildur Ingadóttir og Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gísli Sverrir Árnason boðaði forföll.

1. Styrkveitingar:
Mrgrét Hallgrímsdóttir kynnti tillögur að styrkveitingum úr safnasjóði vegna ársins 2001. Talsverðar umræður urðu um tillögurnar.
Margrét Hallgrímsdóttir lagði til að rekstrarstyrkur til þeirra sem hafa rétt til rekstrarstyrks verði óskiptur þannig að allir styrkhæfir hljót sömu upphæð, að þessu sinni kr. ein milljón. Þetta var samþykkt.
Samþykkt var að heildarúthlutun úr sjóðnum yrði kr.52.400.
Samþykkt var að 24 söfn hlytu rekstrarstyrki samtals að upphæð kr. 24 milljónir.
Samþykkt að veita 51 verkefnastyrk samtals að upphæð kr. 28.400
Samþykkt var að veita ekki sérstaklega styrki til þátttöku í gagnabankanum Sarpi.
Samþykkt var að Margrét Hallgrímsdóttir myndi sjá um að skrifa bréf þar sem umsækjendum yrði tilkynnt um samþykktir ráðsins.

2. Leyfisveiting vegna útflutnings menningarverðmæta
Margét Hallgrímsdóttir kynnti bréf sem borist hafði vegna ***

3. Verklagsreglur safnráðs
Margét Hallgrísmdóttir kynnti verklagsreglur sem húsafriðunarsjóður hefur sett sér og benti á að margt væri hægt að læra af þeim.
Rætt var um að mikilvægt væri að fylgja styrkveitingum eftir með því t.d. að kalla eftir greinargerð um notkun styrksins.

4. Önnur mál.

Rætt var um þörfina að ráða starfsmann til að sjá um umsýslu vegna sjóðsins og ráðsins, en töluverð vinna fellur til vegna þess. Þorgeir Ólafsson hefur sent ráðherra minnisblað en ekki hefur komið svar. Samþykkt að Margrét Hallgrímsdóttir myndi senda bréf til að ítrekunar.
Rætt var um fundarstað nefndarinnar og töldu nefndarmenn að eðlilegt væri að fundarstaður nefndarinnar fylgdi formanni hennar, a.m.k. fyrst um sinn.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16:00.  SÁJ