Þriðjudaginn 25. október 2022 – kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Anna G. Björnsdóttir (varamaður Ingu Láru Baldvinsdóttur), Guðrún Jóna Hilmarsdóttir, Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. 

1.    Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Rætt m.a. um ferð safnaráðs um Suðurland sem verður farin í nóvember-byrjun.
  2. Umsóknafrestur í aðalúthlutun safnasjóðs 2023 var á fimmtudaginn 20. október kl. 16.00. Fjöldi og heildarupphæð umsókna var kynnt fyrir ráðinu, en alls bárust 155 umsóknir frá 50 umsækjendum, þar af 46 viðurkenndum söfnum. Heildarumsóknarupphæð fyrir 2023 er 302.321.662 kr. Matsnefnd er sú sama og síðustu ár, gefið að enginn þurfi að segja sig frá mati vegna hagsmunaárekstra. 
  3. Museums of Impact verkefnið kynnt fyrir ráðinu, en nú hefur MOI! matsramminn (e. Framework) verið gefinn út á ensku, sjá: https://www.ne-mo.org/about-us/resources/moi-self-evaluation-tool.html . Vinna við íslenska þýðingu hefst fljótlega. 

2. Mál til ákvörðunar

  1. Lokaskýrsla Öndvegisstyrkja var samþykkt. 
  2. Heimsóknarskýrslur eftirlits voru samþykktar frá þremur söfnum og ein matsskýrsla eftirlits. 

3.  Önnur mál

  • Rætt var um næstu fundartíma 
  • Sagt var frá jólaboði Gimli 
  • Rætt var um afhendingu umsóknargagna til matsnefndar og fundartíma 

Fundi slitið kl. 12:30/ÞBÓ