Miðvikudaginn 12. desember 2022 – kl. 16.00 – 18.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Guðrún Jóna Hilmarsdóttir, Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, Klara Þórhallsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. 

1.    Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  
  2. Umsóknafrestur í aukaúthlutun safnasjóðs 2022 var mánudaginn 5. desember kl. 16.00. Alls bárust 86 umsóknir til eins árs frá 40 viðurkenndum söfnum. Heildarupphæð er 28.348.000kr. og til úthlutunar verða í kringum 18 milljónir. Matsnefnd er sú sama og síðustu ár. 
  3. Ný safnaskilgreining alþjóðasamtaka safna, ICOM, verið þýdd á íslensku og er hún eftirfarandi; „Safn er varanleg stofnun, ekki rekin í hagnaðarskyni, sem þjónar samfélaginu með rannsóknum, söfnun, varðveislu, túlkun og miðlun á áþreifanlegri og óáþreifanlegri arfleifð. Söfn eru opin almenningi, aðgengileg og inngildandi og stuðla með því að fjölbreytileika og sjálfbærni. Í starfi sínu og virkum samskiptum við ólíka samfélagshópa hafa þau fagmennsku og siðferðileg gildi að leiðarljósi og bjóða upp á margvíslegar upplifanir í þágu menntunar, ánægju, ígrundunar og þekkingarauka.“ 
  4. Rædd var staða tveggja safna í Eyjafirði. 

2. Mál til ákvörðunar

  1. Fjárhagsáætlun safnaráðs 2023 samþykkt. 
  2. Tilnefning eins aðila í Minjaráð Minjastofnunar samþykkt. 

3.  Önnur mál

Engin önnur mál rædd 

Fundi slitið kl. 18:00/ÞBÓ