Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 – kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson (á Teams), Inga Lára Baldvinsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist komst ekki.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Rætt um starfshóp aðgerðaráætlunar og MOI! verkefnið.
  2. Drög að eyðublaði vegna Árlegrar skýrslu viðurkenndra safna 2022 lögð fram. Skýrslan verður send til safnanna á næstu dögum með skilafrest þann 30. september.
  3. Vettvangsferð safnaráðs rædd, en hún verður farin í byrjun nóvember og söfn á Suðurlandi verða heimsótt.
  4. Rætt um aukaúthlutun 2022, en opnað verður fyrir umsóknir í október.

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Árskýrsla safnaráðs 2021 samþykkt.
  2. Eyðublöð fyrir aðalúthlutun 2023 og tímalína umsóknarferlis samþykkt.

3.  Önnur mál

Ágústa Kristófersdóttir frá Þjóðminjasafninu sagði af grisjunaráætlun Byggðasafns Vestfjarða vegna óskráðs báts, Jörundar. Þjóðminjasafnið gerir ekki athugasemdir við grisjun bátsins og safnaráð tekur undir þá afstöðu. Safnaráð telur, á grundvelli framlagðra upplýsinga, að Byggðasafn Vestfjarða fylgi formlegu verklagi við grisjun í þessu tilfelli sé til eftirbreytni.

Fundi slitið kl. 13:00/ÞBÓ