Miðvikudaginn 6. apríl 2022 – kl. 12.00 – 14.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Anna Guðrún Björnsdóttir (varamaður fyrir Ingu Láru Baldvinsdóttur), Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

Undirskrift fundargerða

1. Mál til kynningar

    1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a sagt frá yfirfærslu safnaráðs til menningar- og viðskiptaráðuneytis og hvaða breytingar eru í vændum.
    2. Aðalúthlutun 2022. Menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2022 135.390.000 krónur. Veittir voru 94 styrkir til eins árs að heildarupphæð 118.590.000 kr. til 45 styrkþega. Veittir voru 4 Öndvegisstyrkir til viðurkenndra safna sem skiptast svo: fyrir árið 2022 kr. 16.800.000, fyrir árið 2023 kr. 18.800.000 og fyrir árið 2024 kr. 11.300.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 46.900.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2023 og 2024 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun safnasjóðs.
    3. Í fjármálaáætlun 2023-2027 má finna að eitt markmiðið er „Loftslags- og náttúruvá. Undirbúa skal viðbrögð vegna þeirrar hættu sem safnkosti um land allt stafar af vegna loftslags- eða náttúruvár og annarra hamfara“ og fram kemur að safnaráð muni koma að þessu verkefni:
    4. Samantekt frá vinnustofu safnaráðs vegna aðgerðaráætlun Stefnumörkunar. Meðfylgjandi er samantekt Sjá um vinnustofu safnaráðs. Rædd voru næstu skref og ákveðið að leggja fram tillögur að starfshópi fyrir næsta safnaráðsfund.
    5. Samstarfsverkefnið MOI!, framkvæmdastjóri kynnti lokamánuði verkefnisins.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Fjárhagsáætlun 2022 samþykkt
  2. Verkáætlun 2022 samþykkt
  3. Þessum lið var frestað til næsta fundar

3. Önnur mál

  • Engin önnur mál voru til umræðu

Fundi slitið kl. 14.00/ÞBÓ