Miðvikudaginn 9. júní 2022 – kl. 13.00 – 15.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Sigurður Trausti Traustason (varamaður fyrir FÍSOS), Anna Katrín Guðmundsdóttir (f.h. Náttúruminjasafns Íslands), Ágústa Kristófersdóttir, Björn Steinar Pálmason (f.h. Listasafns Íslands) og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Framkvæmdastjóri sagði frá vinnuferð til Aþenu vegna MOI!-verkefnisins.
  3. Neyðaráætlanir fyrir safnkost. Ísland mun fljótlega samþykkja Haag samninginn um Protection of Cultural Property in the Event of Armed conflict frá 1954. Í ljósi þess eiga menningarstofnanir að setja sér viðbragðsáætlanir ef hætta stafar af og mun Ísland nota tækifærið og útfæra og útvíkka þetta verkefni svo það taki mið af þeim hættum sem ljóst er að steðja að íslenskum menningararfi, s.s. jarðvá, veðurvá og loftslagsvá. Safnaráð mun stýra þessu verkefni gagnvart viðurkenndum söfnum og gert er ráð fyrir að verkefnið verði komið á leið á næsta ári.
  4. Drög að Ársskýrslu safnaráðs 2021 lögð fram.
  5. Rætt var um Árlega skýrslu viðurkenndra safna 2022.
  6. Rætt var um starfsmannamál safnaráðs.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Samþykkt var tillaga um aðila í Vinnuhópur aðgerðaráætlunar. Fh. safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir og Helga Lára Þorsteinsdóttir. Frá viðurkenndum söfnum: Hólmar Hólm og Hjörtur Þorbjörnsson. F.h. Listasafns Íslands: Harpa Þórsdóttir, f.h. Náttúruminjasafns Íslands: Snæbjörn Guðmundsson og f.h. Þjóðminjasafns Íslands: Ágústa Kristófersdóttir.
    Hópurinn tekur til starfa í lok ágúst.

3. Önnur mál

  • Rætt um grisjunaráætlun Byggðasafns Reykjaness.

Fundi slitið kl. 14.40/ÞBÓ