Þriðjudaginn 10. maí 2022 – kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir (fyrir NMSÍ), Ágústa Kristófersdóttir, Harpa Þórsdóttir, og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

Undirritun fundargerða

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. M.a. var sagt frá málþingi um varðveisluhúsnæði safna, „Við tölum ekki um geymslur, heldur varðveisluhúsnæði“ sem var haldið 9. maí í samstarfi við ICOM á Íslandi og FÍSOS.
  2. Safnaráði og menningarráðuneytinu barst áskorun frá Félagi íslenskra safna og safnmanna þess efnis að flýta þurfi aðalúthlutun á hverju ári. Safnaráð hefur haft á stefnuskránni síðustu ár að hafa úthlutun fyrr á ferðinni, en ýmislegt hefur tafið það. Ráðið vill bregðast vel við þessari áskorun og mun hafa umsóknarferli fyrr á ferðinni haustið 2022 með það fyrir augum að tillaga verði samþykkt af ráði og verði send ráðherra til samþykktar strax í upphafi 2023.
  3. Rætt var um vinnuhóp aðgerðaráætlunar um stefnumörkun um safnastarf, en í hópnum verða 2 aðilar frá safnaráði, einn frá hverju höfuðsafni fyrir sig og svo tveir úr hópi starfsmanna viðurkenndra safna.
  4. Tekið hefur verið upp nýtt greiðslufyrirkomulag styrkja úr safnasjóði, en nú tekur safnaráð við greiðslubeiðnum vegna veittra styrkja og sendir til menningar- og viðskiptaráðuneytis. Áður sá mennta- og menningarmálaráðuneyti um þetta verkefni.
  5. Framkvæmdastjóri sagði frá verkefni um Neyðaráætlun fyrir söfn, en það verður unnið að beiðni menningar- og viðskiptaráðuneytisins í samstarfi við höfuðsöfn og aðra fagaðila.
  6. Rætt var um árlega ferð safnaráðs, en áætlað er að hún verði farin í haust í söfn á Suðurlandi.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Samþykkt var samstarf við Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur væntanlegan nýdoktor í safnafræði um rannsóknarverkefni sitt.
  2. Sex heimsóknarskýrslur vegna 2. Hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum voru samþykktar. Söfnin eru: Byggðasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Reykjanesbæjar, Byggðasafn Hafnarfjarðar, Gljúfrasteinn, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Hafnarborg og Gerðarsafn

3. Önnur mál

 • Rætt var um gjörning við Nýlistasafnið sem varð að lögreglumáli og um málefni Menningarmiðstöðvar Þingeyinga.

 

Fundi slitið kl. 13.00/ÞBÓ