Miðvikudaginn 16. apríl 2020 kl. 11-13
Staðsetning: Zoom – fjarfundur

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist forfallaðist.

1. Mál til kynningar

 1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
 2. COVID-19 viðbrögð safnaráðs. Safnaráð hefur sent viðurkenndum söfnum upplýsingar um viðbrögð vegna COVID-19, bæði með tölvupóstum, á Facebook-síðu safnaráðs og Facebook-síðu safnmanna. Framkvæmdastjóri hefur sent mennta- og menningarmálaráðuneytinu tvö minnisblöð vegna þessa. Viðurkennd söfn hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna COVID-19 m.a. vegna aukins samkomubanns þurftu söfn að loka alveg fyrir komu gesta frá 24. mars og áætlað er að þau geti opnað aftur 4. maí, svo framarlega sem þau geti tryggt 2ja metra fjarlægð á milli gesta. Áætlað er að tekjufall safna verði mikið, enda hefur um 67% gesta þeirra af erlendir ferðamenn. Vegna safnasjóðs, þá hafa söfn þurft að grípa til ráðstafanna og m.a. fresta verkefnum sem eru í vinnslu eða lengja í verktímanum og safnaráð hefur tilkynnt að þau söfn fá frest vegna þess. Varðandi breytingu á nýtingu styrkja, þá munu þau tilvik koma upp að söfn hafi ekki tækifæri að vinna að verkefnum eins og þau voru skipulögð í upphafi, hvert tilvik verður metið fyrir sig, vonandi finnst viðunandi lausn á öllum þeim tilvikum.
 3. Samráðshópur mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Framkvæmdastjóri safnaráðs og forstöðumenn höfuðsafnanna sögðu frá samráðshópi mennta- og menningarmálaráðuneytis og lylilaðilum í menningarlífinu um viðbrögð við COVID-19 og viðspyrnu og aukafjármagn frá stjórnvöldum.
 4. MOI frestur á verkefni. MOI verkefninu hefur verið frestað um 6 mánuði í það minnsta, er það því ekki farið af stað, fyrir utan undirbúningsfundinn í janúar.
 5. Aðalúthlutun úr safnasjóði 2020. Í aðalúthlutun safnasjóðs 2020 bárust sjóðnum 200 umsóknir frá 50 aðilum, frá 45 viðurkenndum söfnum og 5 öðrum aðilum.177 umsóknir bárust um styrki til eins árs að heildarupphæð 275.469.165 kr. Og 23 Öndvegisumsóknir bárust að heildarupphæð fyrir árið 2020 kr. 80.325.500 og fyrir allan styrktímann 2020 – 2022 kr. 237.712.100. Heildarstyrkupphæð fyrir árið 2020 úr aðalúthlutun safnasjóðs 2020 er 177.243.000 kr. Veittir eru 111 styrkir til eins árs að heildarupphæð 139.543.000 kr. Veittir eru 13 Öndvegisstyrkir sem skiptast svo: fyrir árið 2020 kr. 37.700.000, fyrir árið 2021 kr. 40.700.000 og fyrir árið 2021 kr. 32.000.000. Heildarupphæðin fyrir styrktímann er 110.400.000 kr. Heildarlisti um styrkveitingar úr aðalúthlutun safnasjóðs: https://safnarad.is/safnasjodur/uthlutanir-safnasjods/uthlutun-2020/
 6. Aukaúthlutun flýtt. Safnaráð er sammála að bregðast þarf við núverandi ástandi með því að hafa aukaúthlutunina fyrr en áætlað er. Safnaráð samþykkti að undirbúa aukaúthlutun, með þeim fyrirvara að undangenginni greiningu á stöðunni, með vísan í lið 2.1.
 7. Sameiginlegt minnisblað safnaráðs og höfuðsafna. Undirbúið verður sameiginlegt minnisblað safnaráðs og höfuðsafna, þar sem dregnar yrðu fram þær hugmyndir og verkefni sem eru í gangi og viðbrögð við núverandi ástandi.
 8. Drög að samningi við Rekstrarfélag Sarp vegna þriðja hluta eftirlits kynntur.

2.     Mál til ákvörðunar

 1. Könnun um stöðu safna vegna C-19. Samþykkt er að senda út könnun til viðurkenndra safna og ríkissafna þar sem kallað verður eftir upplýsingum um breyttar rekstrarforsendur safnanna og viðbrögð við C-19. Er þetta samstarfsverkefni safnaráðs, höfuðsafna, ICOM og FÍSOS, á ábyrgð safnaráðs og safnaráð heldur utan um gögnin.
 2. Samningur vegna Öndvegisstyrkja. Safnaráð samþykkti samningsform vegna Öndvegisstyrkja.
 3. (þessi liður var færður í kynningarlið fundargerðar, lið 1.8)
 4. Gátlisti og samkomulag 3.hl.eftirlits. Gátlisti og samkomulag vegna styrktarverkefna úr safnasjóði fyrir skráningu í Sarpi var samþykkt, en það er faglegur gátlisti vegna skráningar í Sarp, unnin af skráningarráði Sarps, Rekstrarfélagi Sarps og safnaráði. Einnig er í sama skjali samkomulag á milli styrkþega skráningarstyrkja úr safnasjóði og safnaráðs um að haft verði eftirlit með verkefninu með símati.

3. Önnur mál

Safnaráð lýsir yfir ánægju með viðbrögð safna við COVID-19, bæði hvað varðar nýsköpun í miðlun safnkosts og í safnfræðslu og í almennum viðbrögðum við stöðunni. Þau hafa tryggt áframhaldandi aðgengi, sýnt aðlögunarhæfni, eru úrræðagóð og hafa reynt að fremsta megni standa vörð um störf safnmanna.

Fundi slitið 12:30 / ÞBÓ