Föstudaginn 20. nóvember kl. 14.00-15.30.
Staðsetning: Teams

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir (fyrri hluta fundar), Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist komst ekki.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi. Meðal annars var sagt frá samstarfi Hagstofunnar og safnaráðs, en það er formlega hafið. MOI-verkefnið er komið vel á veg, en fyrsti fundur með hagsmunaaðilum var haldinn í Berlín í byrjun nóvember.
  2. (Þessi liður var færður sem samþykktarliður 2.4)
  3. Stefnumörkun safnaráðs um safnastarf. Lokadrög að stefnumörkun safnaráðs voru til umræðu og tillögur að breytingum. Fjallað verður um tillöguna á desember-fundi safnaráðs.
  4. Seinni aukaúthlutun úr safnasjóði 2020. Umsóknarfresti lauk þann 10. nóvember og kynntur var fjöldi umsókna og heildarupphæð. Úthlutunarfundur, 199. safnaráðsfundur var haldinn beint eftir þennan safnaráðsfund.

2. Mál til ákvörðunar 

  1. Afgreiðsla umsóknar um viðurkenningu safns. Safnaráð samþykkti tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra vegna viðurkenningar safns.
  2. Tillaga til mennta- og menningarmálaráðuneytis um lagabreytingu. (Forstöðumenn höfuðsafnanna voru ekki viðstaddir þennan lið). Safnaráð samþykkti að senda tillögu um breytingu á safnalögum til mennta- og menningarmálaráðuneytis. 4.mgr. 22.gr. safnalaga hljóðar svo: „Önnur söfn, safnvísar, setur og sýningar geta notið styrks úr safnasjóði til skilgreindra verkefna í samstarfi við viðurkennd söfn. Skal hið viðurkennda safn vera aðalumsækjandi og ábyrgðaraðili verkefnisins. Höfuðsöfn og önnur söfn sem eru rekin af ríkinu geta átt aðild að slíkum verkefnum. Safnaráð gerir þá tillögu að bætt verði við í 4.mgr. 22.gr. safnalaga að höfuðsöfn geti verið aðalumsækjendur og ábyrgðaraðilar stærri samstarfsverkefna við viðurkennd söfn.
  3. Beiðni um frest á nýtingu styrks. Samþykktur var frestur á nýtingu eins styrks.
  4. (fært frá lið 1.2) Vegna Iðnaðarsafnsins. Í bréfi frá Iðnaðarsafninu kom m.a. fram að „vegna rekstrarerfiðleika er áætlað að loka Iðnaðarsafninu tímabundið um næstu áramót. Safnstjóra verður sagt upp og eftirlit með safninu verður í höndum hollvina“ Safnið var óvíst um stöðu sína sem viðurkennt safn í því sambandi. Safnaráð samþykkti að Iðnaðarsafnið fái svigrúm í eitt ár á meðan skoðaðir eru framtíðarmöguleikar safnsins, gegn því að eftirlit með safninu verði í höndum Minjasafnsins á Akureyri auk hollvina.

3. Önnur mál

Önnur mál ekki rædd
Fundi slitið 15.30/ÞBÓ