Fimmtudaginn 10. september 2020 kl. 11-13
Staðsetning: Safnahúsið

Viðstödd á staðnum: Ólafur Kvaran, formaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Anna Sigríður Kristjánsdóttir og Hilmar Malmquist boðuðu forföll.

1. Mál til kynningar

 1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
 2. Umsókn um viðurkenningu safns. Umsókn um viðurkenningu safns barst frá einu safni. Framkvæmdastjóri sagði frá umsókninni, en hún verður formlega tekin fyrir á næstu fundum safnaráðs.
 3. Árleg skýrsla viðurkenndra safna 2020. Kynntar voru áætlaðar breytingar á árlegri skýrslu viðurkenndra safna, m.a. þau atriði sem varða söfnun gagna sem skilað verður til Hagstofu Íslands.
 4. Vinnudagur safnaráðs. Ræddur var fyrirhugaður vinnudagur safnaráðs sem er áætlaður föstudaginn 9. október.
 5. Þessi liður færðist undir mál til ákvörðunar, lið 2.4.
 6. Helstu breytingar á fjárhagsáætlun safnaráðs fyrir 2019. Kynntar helstu breytingar sem hafa orðið, m.a. vegna frestunar á verkefnum vegna COVID-19

2. Mál til ákvörðunar

 1. Ársskýrsla safnaráðs 2019. Kynnt var Ársskýrsla safnaráðs 2019, en niðurstaða hefur fengist í lokastöðu safnasjóðs árið 2019. Skýrslan verður samþykkt á milli funda.
 2. Skýrsla framlögð – „Áhrif COVID-19 á safnastarf á Íslandi“. Niðurstöður könnunar sem safnaráð, ICOM á Íslandi og Félag íslenskra safna og safnmanna stóðu fyrir í sumar um áhrif af kórónuveirunni, voru teknar saman í skýrslu. Skýrsluna má finna á vef safnaráðs: https://safnarad.is/wp-content/uploads/2020/09/C19-sk%C3%BDrsla-LOK.pdf .Höfundar skýrslunnar eru Guðný Dóra Gestsdóttir, formaður ICOM á Íslandi, Helga Maureen Gylfadóttir, formaður Félags íslenskra safna og safnmanna og Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri safnaráðs.
 3. Beiðni um ósk um breytingu styrks. Þessi liður féll niður.
 4. Aukaúthlutun hin seinni. Samþykkt var að úthluta allt að 15 milljónum króna í seinni aukaúthlutun safnasjóðs. Auglýstir verða símenntunarstyrkir eins og fyrri ár, en auk þess verður boðið uppá styrki sem nýta á til kynningar með stafrænum hætti á starfsemi safnanna. Sá flokkur verður kynntur betur er nær dregur. Umsóknarferli fer af stað í byrjun október, með lokafrest í byrjun nóvember.
  Einnig var samþykkt að safnaráð kosti námskeið sem viðurkennd söfn geti sótt í nýtingu samfélagsmiðla í þágu kynningar á söfnum.

3. Önnur mál

Engin önnur mál rædd.

Fundi slitið 12:50 / ÞBÓ