Þriðjudaginn 21. janúar 2020, kl. 16.00-17.15
Staðsetning: Safnahúsið

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist og Margrét Hallgrímsdóttir forfölluðust.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.
  2. Þessum lið var frestað til næsta fundar.
  3. Ráðið ræddi viðbætur við umsóknarferli um viðurkenningu safna og staðfestingu safnaráðs vegna umsókna um stofnstyrki.
  4. Aukaúthlutun úr safnasjóði 2019 kynnt, en tilkynnt var um úthlutun rétt eftir áramót. Úthlutaðir voru 47 símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna úr aukaúthlutun safnasjóðs 2019 að heildarupphæð 12.186.800 kr.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Verkáætlun safnaráðs 2020 samþykkt.
  2. Fjárhagsáætlun safnaráðs 2020 samþykkt.

3. Önnur mál

Fundurinn var haldinn í framhaldi af rýnifundi safnaráðs vegna stefnumótunar safnaráðs, en sá fundur var frá kl. 13.30-16:45. Anna Sigríður ræddi um að stefnumótun safnaráðs ætti að taka mið af samfélagslegri ábyrgð og einnig að stefnan sé í takt við heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna. Fundur var samþykkur því.

Framkvæmdastjóri ræddi um stefnumótun Minjastofnunar um varðveislu menningarminja, en framkvæmdastjóri situr í stýrihóp hennar.

Fundi slitið 17:15 / ÞBÓ