Þriðjudaginn 9. október 2018 kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu.

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Harpa Þórsdóttir komst ekki.

Samþykkt á milli safnaráðsfunda

Þann 26.september 2018 samþykkti safnaráð í tölvupósti 15 matsskýrslur vegna 4. holls eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum, sbr. lið 2.1 sem var frestað frá 175. safnaráðsfundi.

Um er að ræða matsskýrslur eftirfarandi safna:

 • Byggðasafn Borgarfjarðar
 • Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla – Norska húsið
 • Byggðasafn Vestfjarða
 • Byggðasafnið Görðum, Akranesi
 • Byggðasafnið í Skógum
 • Flugsafn Íslands
 • Heimilisiðnaðarsafnið
 • Minjasafn Austurlands
 • Minjasafnið á Bustarfelli
 • Safnasafnið
 • Sagnheimar
 • Sjóminjasafn Austurlands
 • Veiðisafnið
 • Byggðasafn Dalamanna
 • Landbúnaðarsafn Íslands

1.     Mál til kynningar

 1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.

2.     Mál til ákvörðunar

 1. Samþykkt var skipun starfshóps sem hefur það hlutverk að gera stöðumat á viðurkenningarferli safna og skyldum safna og safnaráðs vegna viðurkenningarinnar. Auk þess yrði kannað hvernig viðurkenningarferlið hefur reynst á undanförnum árum gagnvart söfnunum. Starfshópurinn skal einnig skila tillögum um mögulegar leiðir til að bæta ferlið. Í starfshópinn voru skipuð: Þóra Björk Ólafsdóttir, Haraldur Þór Egilsson og Sif Jóhannesdóttir.
 2. Safnaráð móttekur skýrsluna Í takt við tímann? Stafræn miðlun safna í menntunarlegum tilgangi. Verður skýrslan birt á næstu vikum.
 3. Auglýsing fyrir aðalúthlutun úr safnasjóði 2019 samþykkt. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn 15. október 2018 og umsóknafrestur er til og með 15. nóvember 2018.

3.     Önnur mál

Rætt var um málefni eins viðurkennds safns. Rætt var um næsta safnaráðsfund sem haldinn verður á Akureyri.

Fundi slitið kl. 12.30 / ÞBÓ