Föstudaginn 23. nóvember kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu.

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist og Margrét Hallgrímsdóttir komust ekki.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 175. og 176. fundar safnaráðs.

1.     Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Nýtingarskýrsla verkefnastyrkja frá 2018 kynnt
  3. Nýtingarskýrsla rekstrarstyrkja frá 2017 kynnt
  4. Eyðublað vegna tilkynningu um breytingu á starfsemi viðurkennds safns kynnt.
  5. Fjárhagur safnasjóðs 2018 – 2021. Upplýsingar um fjárhagsstöðu 2018 og kynning á fjárframlögum til safnasjóðs eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2019 auk áætlunar um fjárframlög til 2021.
  6. Umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2019 kynntar. Umsóknarfrestur var til 16. nóvember síðastliðinn og bárust 144 verkefnaumsóknir og 37 rekstrarstyrksumsóknir.
  7. Umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs 2018 (símenntunarstyrkir til viðurkenndra safna) kynntar. Umsóknarfrestur var til 31. október síðastliðinn.

2.     Mál til ákvörðunar

  1. (Haraldur Þór Egilsson vék af fundi). Heildarstyrkupphæð vegna aukaúthlutunar 2019 ákveðin.
  2. Safnaráð samþykkti að safnaráð verði þátttakandi í nýrri umsókn evrópska samstarfsverkefnisins Museums of Impact í Creative Europe 2019 sjóðinn.

3.     Önnur mál

Rætt var um málefni Byggðasafns Skagfirðinga, en forvörður úr eftirlitsnefnd safnaráðs fór í eftirlitsferð á Sauðárkrók til að skoða aðstæður vegna nýs bráðabirgðageymsluhúsnæði safnsins.

Fundi slitið kl. 12.40 / ÞBÓ