Mánudaginn 17. desember 2018, kl. 16.00 – 18.00
Staðsetning: Norræna Húsinu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist og Margrét Hallgrímsdóttir komust ekki. Sérstakur gestur fundarins var Eiríkur Þorláksson, sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

1.     Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Farið var stuttlega yfir helstu atriði vegna verkefnaáætlunar og fjárhagsáætlunar 2019.

2.     Mál til ákvörðunar

  1. Samþykkt var ný útgáfa af nýtingarskýrslum verkefnastyrkja: Framvegis munu styrkþegar verkefnastyrkja skila áfangaskýrslu til safnaráðs vegna þeirra styrkja sem eru hærri en 1.500.000 kr. Þeirri skýrslu yrði skilað í síðasta lagi í byrjun næsta árs á eftir styrkárinu. Lokaskýrslan er með svipuðu sniði og fyrri nýtingarskýrsla verkefnastyrkja. Gildir þetta frá og með verkefnastyrkjum sem veittir voru árið 2018. Greiðsla styrkja yrði þó ekki áfangaskipt að sinni.
  2. Samþykkt var Nýtingarskýrsla rekstrarstyrkja vegna ársins 2017.
  3. Tilnefning safnaráðs í minjaráð samþykkt. Minjastofnun Íslands gaf kost á því í bréfi til ráðsins dagsettu 29. nóvember 2018 að safnaráð tilnefni tvo fulltrúa (einn aðal- og einn varafulltrúa) í átta minjaráð, eitt á hverju minjasvæði en kveðið er á um skipun þeirra í 10. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012. Fulltrúar í minjaráðum, fyrir utan minjavörð hvers svæðis geta verið fulltrúar samtaka sveitarfélaga og skipulagsyfirvalda á minjasvæðinu og forstöðumenn viðurkenndra safna. Tilnefndir eru fjórtán forstöðumenn viðurkenndra minjasafna, einn forstöðumaður viðurkennds listasafns og einn forstöðumaður viðurkennds náttúruminjasafns.
  4. Samþykkt var að heildarupphæð úthlutunar í aðalúthlutun 2019 verði um 114 milljónir króna. Fjárframlög í safnasjóð 2019 samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2019 hljóða uppá 142 milljónir króna.
  5. Safnaráð móttók Matsskýrslur eftirlitsnefndar vegna tveggja viðurkenndra safna:
    • Borgarsögusafn Reykjavíkur
    • Listasafn Reykjavíkur
  6. Um þennan lið verður fjallað Per Capsulam

3.     Önnur mál

  • Aukaúthlutun úr safnasjóði 2018 kynnt, en mennta- og menningarmálaráðherra úthlutaði að fengnum tillögum safnaráðs 11.512.100 kr. í 43 símenntunarverkefni.
  • Eiríkur Þorláksson kynnti breytingar á fjárframlögum til safna og safnamála sem verður á næstu árum.

Fundi slitið kl. 17.45 / ÞBÓ