Fimmtudaginn 25. janúar kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður og Hilmar Malmquist komust ekki.

0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 167. fundar safnaráðs

1.     Mál til kynningar

1.1  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.

1.2  Endurbættir verkferlar voru ræddir. Lagt verður fram til ákvörðunar á næsta fundi.

1.3  Rafræn skil til Þjóðskjalasafns og skjalakerfi safnaráðs rædd, en safnaráð er afhendingarskyldur aðili samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og hefur ráðið haft á stefnuskránni til nokkurra ára að sækja um rafræn skil á gögnum safnaráðs til Þjóðskjalasafns. Framkvæmdastjóri hefur kynnt sér málið, en það er kostnaðarsamara og vandasamara en áætlað var, en verður þó áfram í skoðun. Ekki yrði skipt yfir í rafræn skil fyrr en um næstu áramót í fyrsta lagi.

2.     Mál til ákvörðunar

2.1  Samþykkt að heildarupphæð styrkveitinga úr aðalúthlutun safnasjóðs 2018 verði um 116 milljónir króna, en heildarúthlutun til safnasjóðs er 138,9 milljónir króna árið 2018.

2.2  Formaður vék af fundi eftir stutta kynningu á málinu. Safnaráð samþykkir að óskað verði eftir því við mennta- og menningarmálaráðuneyti að endurskoða þóknun formanns svo hún endurspegli betur vinnuframlag formanns á milli funda.

2.3  Safnaráð samþykkti að ráðið myndi taka þátt í verkefninu Museums of Impact sem er samstarfsverkefni tólf menningarstofnanna og safna í Evrópu. Finnish Heritage Agency er skipuleggjandi verkefnisins og bauð safnaráði þátttöku en sótt hefur verið um styrk vegna verkefnisins í Creative Europe sjóðinn.

2.4  Verkáætlun 2018 samþykkt af safnaráði.

2.5  Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt af safnaráði og verður lögð fram til mennta- og menningarmálaráðuneytis til samþykktar.

2.6  Fundaáætlun 2018 samþykkt af safnaráði.

3.     Önnur mál

Umræða um safnastefnu höfuðsafnanna, Þjóðminjasafn Íslands hefur gefið út 3. útgáfu af safnastefnu á sviði menningarminja, en hin höfuðsöfnin komin mislangt í þessari vinnu.

Önnur mál ekki rædd – Fundi slitið kl. 13:00 / ÞBÓ