Fimmtudaginn 22. mars kl. 12.00 – 14.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Anna María Urbancic (f.h. Listasafns Íslands), Álfheiður Ingadóttir (f.h. Náttúruminjasafns Íslands) og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

1.     Mál til kynningar

1.1  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.

1.2  Safnaráð og mennta- og menningarmálaráðuneytið vilja vekja athygli á úthlutun styrkja úr safnasjóði með stuttri athöfn í tengslum við vorfundi lista- og menningarminjasafna sem verða haldnir í lok apríl. Tilgangurinn er m.a. að varpa ljósi á það fjölbreytilega faglega starf sem unnið er í viðurkenndum söfnum í landinu.

1.3  Umræða um samband viðurkenndra safna við eigendur sína, sveitarfélögin. Í byrjun mars s.l. áttu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, Anna Lísa Rúnarsdóttir sviðsstjóri Þjóðminjasafnsins og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri safnaráðs fund með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1.4  Byggðasafn Skagfirðinga sendi nýlega safnaráði erindi varðandi stöðu safnsins, en hún hefur breyst nokkuð frá því að það sótti um og fékk viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðherra árið 2014. Húsnæðismál safnsins eru í óvissu og ekki er í augsýn hvaða lausn mun finnast á varðveislu-, sýninga- og skrifstofuhúsnæði safnsins. Safnaráð mun senda fyrirspurn til sveitarfélagsins og kanna hver sé framtíðarsýnin varðandi Byggðasafn Skagfirðinga auk þess sem það verður áréttað, að safnið sé viðurkennt safn og mikilvægt að hafa það í huga varðandi allar skipulags- og húsnæðisbreytingar.

1.5  Kynntar voru styrkveitingar úr aðalúthlutun safnasjóðs árið 2018, en mennta- og menningarmálaráðherra úthlutar að fengnum tillögum safnaráðs. Heildarúthlutun er 114.770.000 kr., þar af 24.150.000 kr. í rekstrarstyrki og 90.620.000 kr. í verkefnastyrki. Alls bárust sjóðnum umsóknir frá 55 aðilum, þrjátíu og átta umsóknir bárust um rekstrarstyrki frá viðurkenndum söfnum, en eitt safn dró umsókn sína til baka. Þrjátíu og fimm viðurkennd söfn fá rekstrarstyrk að upphæð frá 600.000 kr. til 900.000 kr. hvert safn. Um verkefnastyrki bárust 144 umsóknir frá 54 aðilum, en 88 verkefni frá 44 aðilum fá styrki að upphæð frá 200.000 kr. til 3.000.000 kr.

2.     Mál til ákvörðunar

2.1  Ársskýrsla safnaráðs fyrir árið 2017 var samþykkt.

2.2  Safnaráð samþykkti beiðni Hvalasafnsins um að nýtt eða breytt húsnæði uppfylli skilyrði safnaráðs um viðurkennd söfn.

3.     Önnur mál

Önnur mál ekki rædd. Fundi slitið kl. 13:45 / ÞBÓ