Á árinu 2025 hefur menningarráðherra úthlutað að fenginni umsögn Safnaráðs alls 217.159.500 krónum úr safnasjóði og alls hafa verið veittir 129 styrkir.

Úr aðalúthlutun Safnasjóðs 2025 þann 14. febrúar 2025 voru veittar 195.659.500 krónur.

Veittir voru 114 styrkir til eins árs að heildarupphæð 163.259.500 kr. til 47 styrkþega.

Veittir voru 8 Öndvegisstyrkir  til viðurkenndra safna sem skiptast svo: fyrir árið 2025 32.400.000 kr., fyrir árið 2026 31.900.000 kr. og fyrir árið 2027 18.000.000 kr. Heildarupphæð Öndvegisstyrkja 2025 fyrir öll styrkárin 2025 – 2027 er 82.300.000 kr. Úthlutanir fyrir árin 2026 og 2027 eru veittar með fyrirvara um fjármögnun sjóðsins.

Eldri Öndvegisúthlutanir fyrir árið 2025 voru 7 talsins og styrkupphæð fyrir árið er 21.500.000 kr.

Aukaúthlutun Safnasjóðs er áætluð í lok ársins.