Fundargerð 52. fundar Safnaráðs, 5. október 2006 12:00-13:15, Greifanum, Glerárgötu 20,

 
Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Sveinn Kristinsson, Karl Rúnar Þórsson, Álfheiður Ingadóttir, Júlíana Gottskálksdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.
 
Fundurinn var haldinn á Akureyri, en árleg vettvangsferð Safnaráðs var á Akureyri og í næsta nágrenni þennan dag (sjá meðfylgjandi dagskrá vettvangsferðar).
 
1.      Fundargerð 51. fundar var samþykkt og undirrituð.

2.      Skýrsla framkvæmdastjóra. Starfshópur á sviði menntunarhlutverks safna, sem starfað hefur frá því í júlí 2006 tengt áætluðum samráðsfundi, var kallaður á fund nefndar um heildarendurskoðun grunnskólalaga þann 7. september 2006, til umsagnar um nýtt frumvarp að grunnskólalögum. Þrír fulltrúar starfshópsins, framkvæmdastjóri, Rakel Pétursdóttir og Guðbrandur Benediktsson, mættu til fundar við nefndina. Í umsögn starfshópsins var ljósum beint að því að eina vísan til samstarfs menntakerfis og safna í lögunum (2. mgr. 29. gr.) er felld út í nýja frumvarpinu og var mikilvægi þessa samstarfs undirstrikað. Safnaráð samþykkti að senda nefnd um heildarendurskoðun grunnskólalaga bréf þar sem ráðið tekur undir umsögn starfshópsins. Starf flugminjanefndar, sem þjóðminjavörður (MH) stýrir og framkvæmdastjóri er starfsmaður fyrir, er í fullum gangi, en nefndin skilar skýrslu til menntamálaráðuneytis fyrir 1. nóvember n.k. Starfshópur um uppbyggingu meistaranáms í safnafræði, sem framkvæmdastjóri stýrir, hefur leitað til sex aðila með ósk um styrk til uppbyggingar deildarinnar. Borist hefur óformlegt svar frá menntamálaráðuneyti þar sem fram kemur að skv. starfsháttum ráðuneytisins styrkir ráðuneytið ekki einstaka deildir innan háskólans, heldur er það hans hlutverk að skipta því fjármagni sem frá ráðuneytinu kemur. Jafnframt hefur borist synjun frá FL-Group. Farskóli félags íslenskra safna og safnmanna var haldinn dagana 27.-29. september á Egilsstöðum. Framkvæmdastjóri sótti farskólann og var annar hópstjóra samráðshóps um fjármögnun, rekstur og markaðssetningu safna. Skýrsla um niðurstöður hópastarfs á farskólanum verður gefin út af félaginu. Rætt var um hugmynd miðlunarhóps farskólans, sem lagði til að íslensk söfn kæmu sér upp sameiginlegum vettvangi til miðlunar fræðsludagskrár. Ræddi hópurinn í því samhengi um vefsíðu Safnaráðs. Samþykkti ráðið að skoða þá hugmynd nánar.
 
3.      Geymslunefnd á vegum menntamálaráðuneytis. Menntamálaráðuneyti hefur sett á fót nefnd um geymslumál safna, sem formaður Safnaráðs (ÓK) og þjóðminjavörður eiga sæti í. Rætt var um starf nefndarinnar. Vakti það nokkra furðu að enginn fulltrúi náttúruminjasafna á sæti í nefndinni. Safnaráð undirstrikaði mikilvægi og nauðsyn þess að geymslumál Náttúrugripasafns Íslands og annarra náttúrugripasafna yrðu tekin til athugunar jafnt sem geymslumál minja- og listasafna.
 
4.      Lógó Safnaráðs. Rætt var um kostnaðaráætlun v. nýs lógós. Samþykkt var kostnaðaráætlun v. bréfsefnis og prentunar og framkvæmdastjóra falið að ganga frá málinu.
 
5.      Nonnahús – erindi varðandi nýtingu forvörslustyrks. Samþykkt var erindi Nonnahúss varðandi nýtingu forvörslustyrks.
 
6.      Samráðsfundur Safnaráðs um stöðu og stefnu varðandi menntunarhlutverk safna. Starfshópur um samráðsfundinn vinnur nú hörðum höndum að undirbúningi fundarins. Um verður að ræða tveggja daga fund (frá 12:30-17 fimmtudaginn 19. október og frá 9-17 föstudaginn 20. október). Skráning til þátttöku hefur verið góð. Rætt var um dagskrá fundarins. Safnaráð býður þátttakendum fundarins til hádegisverðar síðari daginn, 20. október í Þjóðminjasafni Íslands.
 
 
 
 
7.       Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur skv. fundaáætlun er 26. október n.k., rætt var um að færa fundinn, ný dagsetning verður ákvörðuð síðar.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH
 
 
Vettvangsferð Safnaráðs á Akureyri og nágrenni, 5. október 2006. 
 
Safnaráð lagði í fjórðu vettvangsferð ráðsins fimmtudaginn 5. október 2006.
Flogið var til Akureyrar og voru eftirfarandi með í för:
Ólafur Kvaran, formaður
Margrét Hallgrímsdóttir, varaformaður
Karl Rúnar Þórsson
Sveinn Kristinsson
Júlíana Gottskálksdóttir, varamaður
Anna Guðný Ásgeirsdóttir, varamaður
Álfheiður Ingadóttir, varamaður
Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri
 
Eftirfarandi söfn og setur á Akureyri og í næsta nágrenni voru heimsótt, aðstaða skoðuð og rætt við forstöðumenn og aðra forsvarsmenn safnanna um stöðu og stefnu:
 
Flugsafnið á Akureyri
Svanbjörn Sigurðsson, forstöðumaður
Hörður Geirsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, sem unnið hefur m.a. að sýningum Flugsafnsins
Iðnaðarsafnið á Akureyri
(Rekstur Iðnaðarsafnsins hefur verið færður undir Minjasafnið á Akureyri).
Jón Arnþórsson, stofnandi safnsins
Guðrún María Kristinsdóttir, forstöðumaður Minjasafnsins á Akureyri
Nonnahús
Brynhildur Pétursdóttir, forstöðumaður Nonnahúss
Minjasafnið á Akureyri
Guðrún María Kristinsdóttir, forstöðumaður Hörður Geirsson
Hanna Rósa Sveinsdóttir
Haraldur Þór Egilsson
Kristín Sóley Björnsdóttir
Friðbjarnarhús (skoðað stuttlega þar sem miklar framkvæmdir eru við húsið)
Guðrún María Kristinsdóttir
Hanna Rósa Sveinsdóttir
 
Gudmanns Minde (áætlanir eru um lækningaminjasafn í húsinu)
Guðrún María Kristinsdóttir
Hanna Rósa Sveinsdóttir
 
Listasafnið á Akureyri
Erika Lind Isaksen, safnfulltrúi
Sigurhæðir, hús skáldsins (Matthíasarsafn)
Valdís Viðarsdóttir, verkefnastjóri Menningarmiðstöðvar Listagili.
Davíðshús
Valdís Viðarsdóttir
Safnasafnið á Svalbarðseyri
Níels Hafstein, forstöðumarður og Magnhildur Sigurðardóttir, stjórnarmaður