Fundargerð 43. fundar Safnaráðs 29. ágúst 2005, kl. 10:00-12:00,
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík  

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Sigrún Ásta Jónsdóttir, Gísli Sverrir Árnason og Rakel Halldórsdóttir.

1.       Fundargerð 42. fundar var samþykkt og undirrituð.  Lokið var við undirritun fundargerðar 41. fundar.

2.       Hugmynd að breyttum safnalögum og reglugerðum.  Rætt var um hugmynd að breytingum á safnalögum. Undirbúningsnefnd til endurskoðunar safnalaga mun hittast á fyrsta fundi þann 30. ágúst 2005.  Samþykkt var bréf til nefndarinnar, þar sem Safnaráð óskar eftir fundi með nefndinni til að kynna hugmyndir sínar að breyttum safnalögum. 

Næsti fundur skv. fundaáætlun er 29. september n.k.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:00/RH