Fundargerð 37. fundar Safnaráðs 10. febrúar 2005, kl. 11:30-13:00,
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík 

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Gísli Sverrir Árnason, Álfheiður Ingadóttir og Rakel Halldórsdóttir.  Sigrún Ásta Jónsdóttir boðaði forföll.

1.   Fundargerð 36.  fundar samþykkt undirrituð.  Fleiri undirritanir fundargerðar bíða næsta fundar.

2.   Skýrsla framkvæmdastjóra.  Vinnsla við umsóknir stendur yfir, enn á hluti umsækjenda eftir að skila fylgiskjölum með umsókn. Fjárhagsáætlun 2005 var samþykkt, gert er ráð fyrir nokkuð umfangsmeiri áróðri til eflingar íslensks safnastarfs fjárhagslega og faglega en undanfarin ár.  Gert er ráð fyrir einu stóru málþingi á árinu og útgáfu ársskýrslu Safnaráðs 2004 ásamt faggreinum um safnamál.  Safnaráð afþakkar boð fulltrúa Íslands í ritnefnd tímaritsins Nordisk Museologi til setu framkvæmdastjóra Safnaráðs í landsritnefnd tímaritsins þar sem önnur verkefni hjá ráðinu verða sett í forgang.

3.   Safnasafnið – umsögn skv. 11. gr. safnalaga.  Að beiðni menntamálaráðuneytis var fjallað um erindi Safnasafnsins þar sem óskað er byggingarstyrks skv. 11. gr. safnalaga.  Um er að ræða nýbyggingu um 160 fm og endurhönnun byggingar ?Gömlubúðar?, um 195,5 fm.  Safnaráð samþykkti kostnaðaráætlun og húsnæði með þeim fyrirvara að lögum, reglum og stöðlum varðandi öryggi þjónustubygginga og varðveislu safngripa yrði fylgt.

4.   Tækniminjasafn Íslands – umsögn.  Að beiðni menntamálaráðuneytis var fjallað um erindi Valdimars Össurarsonar, ferðamálafulltrúa Austur-Flóa, um Tækniminjasafn Íslands.  Leggur Valdimar til að stofnsett verði fjórða höfuðsafnið, Tækniminjasafn Íslands, með breytingu á safnalögum.  Fjallað var um málið og samþykkt að mikilvægt væri að forgangsraða útgjöldum ríkisins í málum höfuðsafna Íslands, en taldi ráðið aðkallandi að stofnsett verði Náttúruminjasafn Íslands, eins og fjallað er um í safnalögum.  Ennfremur var bent á að sérsafn á sviði tækniminja landsins í heild væri æskilegt fyrsta skref.

5.   Formleg viðurkenning safna.  Fjallað var um erindi Péturs Kristjánssonar, þar sem hann bendir á mikilvægi þess að söfn er Safnaráð telur falla undir safnalög hljóti formlega staðfestingu sem viðurkennd söfn með einhverjum hætti.  Samþykkt var að fjalla um málið í tengslum við annað mál á dagskrá fundarins, gerð reglugerðar um safnalög.  

6.   Tilnefning safns til EMYA – verklagsreglur.  Samþykktar voru verklagsreglur fyrir tilnefningu safns til EMYA (European Museum of the Year Award).  Miðað er við að Safnaráð óski eftir tillögum fagaðila að tilnefningum í september ár hvert.   Þeir fagaðilar sem leitað verður til eru Þjóðminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands/Náttúrugripasafn Íslands, Listasafn Íslands, ICOM á Íslandi og Félag íslenskra safna og safnmanna. 

7.   NODEM ráðstefna 2006.  Málið snýr að Félagi íslenskra safna og safnmanna og var því frestað til næsta fundar v. fjarveru fulltrúa félagsins.

8.   Reglugerð um 4. og 7. gr. safnalaga og breytingar á safnalögum.  Talsvert var fjallað um málið og verður umfjöllun um það haldið áfram á næsta fundi v. umfangs.

9.   Málþing Safnaráðs 2005 um stefnumörkun í safnamálum.  Fjallað var lítillega um málið og ákveðið að halda áfram umfjöllun á næsta fundi.  Frkv.stj. og formaður munu hittast á milli funda til að ræða efni málþingsins.  Áhersla verður á söfn sem hluta af menntakerfinu og spurningar eins og ?hvað lærum við á söfnum?? dregnar fram.  Þessari áherslu er ætlað að efla skilning á margþættu samfélagslegu hlutverki safna en hefur umræða á Íslandi verið nokkuð lituð af áherslu á samfélagslegt hlutverk safna sem varðveislustofnanir fyrir menningararfinn.  Ennfremur verður fjallað um stefnumörkun í safnamálum og væntingar á yfirvöld að marka stefnu varðandi samfélagslegt erindi safna.

10.  Úthlutun úr Safnasjóði 2005.  Fjallað var um meginviðmið fyrir úthlutun 2005 og samþykkt að áhersla yrði á aukna verkefnastyrki á kostnað rekstrarstyrkja.

11.  Næsti fundur og önnur mál. 
Næsti fundur Safnaráðs skv. fundaáætlun er 24. febrúar.  Úthlutunarnefnd Safnasjóðs mun funda 21. febrúar.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH