Fundargerð 39. fundar Safnaráðs 7. mars 2005, kl. 13:30-13:40,
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík

Viðstödd voru:  Ólafur Kvaran, Margrét Hallgrímsdóttir, Jón Gunnar Ottósson og Rakel Halldórsdóttir.

1.      Samþykkt úthlutana úr Safnasjóði 2005.  Í frh. af  fundi Úthlutunarnefndar Safnasjóðs sama dag var fundað í Safnaráði.   Voru fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra safna og safnmanna ekki boðaðir til fundar vegna vanhæfis. Samþykktar voru úthlutanir 2005 skv. tillögu Úthlutunarnefndar.  

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:40/RH