Þriðjudaginn 17. janúar 2023 kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Guðrún Jóna Hilmarsdóttir, Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur safnaráðs og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. 

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  
  2. Aukaúthlutun 2022 hefur verið samþykkt, en menningarráðherra úthlutaði 17.923.000 kr. úr aukaúthlutun safnasjóðs 2022. Alls voru veittir 58 styrkir til 38 viðurkenndra safna, 35 styrkir eru til símenntunarverkefna og námskeiðahalds og 23 styrkir til annarra verkefna. 

Heildarúthlutun ársins 2022 úr safnasjóði er því 224.413.000. Tillögur um aðalúthlutun styrkja úr safnasjóði 2023 eru nú til umfjöllunar hjá menningarráðherra.  

  1. Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf var kynnt og rædd, en Jóhanna Símonardóttir hjá Sjá ráðgjöf var gestur á fundinum.  

2. Mál til ákvörðunar

  1. Verkefnaáætlun safnaráðs 2023 samþykkt. 
  2. Eftirlitsheimsóknaskýrslur þriggja safna voru samþykktar. 

3. Önnur mál

Engin önnur mál rædd 

Fundi slitið kl. 13:00/ÞBÓ