Mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 13.00 – 15.00
Staðsetning: Safnahúsið

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir, Hlynur Hallsson (frá kl. 14.00), Ingibjörg Jóhannsdóttir (frá kl. 14.00), Hilmar Malmquist, Harpa Þórsdóttir, Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Meðal annars var sagt frá stefnumótun ríkisaðila fyrir 2023 sem safnaráð skilaði til menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
  2. Fastráðið var í stöðu sérfræðings á skrifstofu safnaráðs frá 1. apríl síðastliðnum. Umsjón með ráðningaferlinu var hjá mannauðsstjóra menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Klara Þórhallsdóttir var ráðin í starfið, hún verður í 70% starfshlutfalli.
  3. Málþing verður haldið í samstarfi safnaráðs, ICOM og FÍSOS 16. maí næstkomandi. Er málþingið haldið í tengslum við alþjóða safnadaginn 18. maí, en yfirskrift dagsins 2023 er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“.
  4. Rætt var um árlega ferð safnaráðs og ákveðið að hún yrði í september og heimsótt verða Sagnheimar og Byggðasafnið á Skógum.
  5. Staða þriggja viðurkenndra safna rædd. Rætt var um Iðnaðarsafnið á Akureyri, en safnið fékk rekstrarstyrk frá Akureyrarbæ á meðan unnið er að sameiningu þess við Minjasafnið á Akureyri. Einnig var rædd skýrsla KPMG um menningarmál í Kópavogi, en af þeim menningarstofnunum sem eru til umræðu í skýrslunni eru Gerðarsafn og Náttúrufræðistofa Kópavogs viðurkennd söfn. Samþykkt var að senda bæjarstjórn Kópavogs og lista- og menningarráð Kópavogsbæjar bréf vegna skýrslunnar og tillagna sem þar eru.

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Samþykkt var breyting á verkferlum vegna 3.hl. eftirlits með viðurkenndum söfnum – eftirliti með skráningu. Í stað símats á skráningarstyrkjum, þá verða árlega nokkur söfn valin til þessa eftirlits. Eftirlitið yrði þó enn framkvæmt með mati á styrktum skráningarverkefnum úr safnasjóði.
  2. Samþykkt viðbót á eftirliti – Krafa um tilkynningu á breytingu húsnæðis viðurkenndra safna. Við breytingar á húsnæði viðurkenndra safna, hvort sem það er sýningar- eða varðveisluhúsnæði, þá er skýr krafa að söfnin tilkynni breytingar til safnaráðs fyrirfram til samþykktar og að eftirlitsnefnd safnaráðs fari yfir breytingarnar ef þörf krefur. Tekið verður mið af kröfum sem gerðar eru til húsnæðis viðurkenndra safna eins og fram kemur í kröfum til viðurkenningar auk í 2.hl. eftirlits með viðurkenndum söfnum.
  3. Aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf var rædd, ákvörðun frestað til næsta fundar.

3.  Önnur mál

Þrjú önnur mál voru rædd: Frá Íslenska bænum – árétting á inntaki erindis sem kynnt var á síðasta fundi, en inntak erindisins var ósk um samráðsfund um málefni Íslenska bæjarins. Rætt um Sveinssafn og einnig var rætt um nýtt húsnæði Árnastofnunar og nýja handritasýningu þar.

Fundi slitið kl. 15:15/ÞBÓ