Mánudaginn 11. september 2023 kl. 11.00-12.30
Staðsetning fundar: Keldur, Rangárvöllum, hluti af haustferð safnaráðs 2023 þar sem heimsótt voru m.a. viðurkenndu söfnin Byggðasafnið á Skógum og Sagnheimar í Vestmannaeyjum. 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir. Náttúruminjasafn Íslands hafði ekki tök á að senda fundarmann. 

Starfsmenn safnaráðs: Klara Þórhallsdóttir sérfræðingur og
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð. 

 

1.   Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  
  2. Tímalína umsóknarferla aðalúthlutunar 2024 og aukaúthlutunar 2023 rædd. Opnað verður fyrir umsóknir í aðalúthlutun 2024 um miðjan september. 
  3. Rætt var stuttlega möguleikar á skipulagi á samráðsfundi með ráðherra sem safnaráð skal skipuleggja samkvæmt nýjum breytingum á 7.gr safnalaga nr. 141/2011, en þessi málsgrein hefur nú bæst við lögin:  „Safnaráð boðar til samráðsfundar a.m.k. árlega með ráðherra og fulltrúum höfuðsafna og þeirra fagfélaga sem koma að starfi safnanna. Safnaráð semur reglur um fyrirkomulag samráðsfundar, þátttakendur og dagskrá sem ráðherra staðfestir.“
  4. Sagt var frá fundi með menningarráðherra um aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarf, en hann var haldinn í júní síðastliðnum og gekk vel.  

2.  Mál til ákvörðunar

  1. Ársskýrsla safnaráðs 2022 var lögð fyrir ráðið og samþykkt með tölvupósti í kjölfar fundar. 
  2. Tvær eftirlitsskýrslur voru lagðar fram og samþykktar, matsskýrsla vegna Listasafns Háskóla Íslands og heimsóknarskýrsla vegna Byggðasafns Borgarness. 

3.  Önnur mál

  • Málefni eins viðurkennds safns var rætt og ákvarðaður var fundartími 226. safnaráðsfundar.
     

Fundi slitið kl. 12:30/ÞBÓ