Mánudaginn 9. október 2023 kl. 13.00-15.00
Staðsetning fundar: Þjóðminjasafnið, Suðurgötu 41 

Mætt: Vilhjálmur Bjarnason formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Inga Lára Baldvinsdóttir og Hlynur Hallsson.  

Fyrir hönd höfuðsafna sátu fundinn: Fyrir Listasafn Íslands: Ingibjörg Jóhannsdóttir; fyrir Þjóðminjasafn Íslands: Harpa Þórsdóttir. Náttúruminjasafn Íslands sendi ekki fundarmann. 

Starfsfólk safnaráðs: Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri sem ritar fundargerð.

1.   Mál til kynningar

 1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.  
 2. Kynnt og rædd var fjárheimild safnasjóðs og safnaráðs samkvæmt fjárlagafrumvarpi 2024.  
 3. Öll íslensk gögn MOI! verkefnisins eru komin inn á vef safnaráðs. Verður matsramminn kynntur fyrir söfnum á næstu mánuðum. 
 4. Opnað var fyrir umsóknir í aðalúthlutun safnasjóðs 2024 þann 15. september síðastliðinn og er umsóknafrestur til 1. nóvember. Auglýst hefur verið í Morgunblaðinu og Heimildinni og einnig með Facebook-auglýsingum og minnt verður reglulega á frestinn með tölvupóstum.  
 5. Rædd næstu skref í aðgerðaráætlun Stefnumörkunar um safnastarfs og kostnaðaráætlun vegna ákveðinna þátta hennar. Verður áætlunin birt og kynnt fljótlega. 
 6. Rædd var frekar skipulag á samráðsfundi með menningarráðherra. 
 7. Rætt var svar frá Iðnaðarsafninu vegna erindis er safnaráð sendi safninu í apríl síðastliðinn í kjölfar eftirlits með viðurkenndum söfnum. 
 8. Rætt var svar frá Kópavogsbæ og safnstjóra Náttúrufræðistofu Kópavogs vegna erindis er safnaráð sendi vegna framtíðar Náttúrufræðistofu Kópavogs. 

2.  Mál til ákvörðunar

 1. Samþykkt var tímalína aukaúthlutunar 2023. Opnað verður fyrir umsóknir í síðasta lagi 23. október og umsóknafrestur verður til 30. nóvember. 
 2. Umsókn um viðurkenningu safns barst frá einu safni. Safnaráð sammæltist um tillögu sem verður send menningarráðherra til ákvörðunar.  
 3. Fjórar eftirlitsskýrslur voru samþykktar. Það eru heimsóknarskýrslur frá Byggðasafninu á Bustarfelli, Minjasafni Austurlands, Byggðasafninu í Skógum og Sagnheimum í Vestmannaeyjum. 

3.  Önnur mál

 • Málefni eins viðurkennds safns var rætt og ákvarðaður var fundartími 227. safnaráðsfundar.
   

 

Fundi slitið kl. 12:30/ÞBÓ