Mánudaginn 6. september 2021 – kl. 10.25-12:25
Staðsetning: Seyðisfirði

Viðstödd: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir (staðgengill Margrétar Hallgrímsdóttur), Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar Malmquist komst ekki. Fundurinn var haldinn á Seyðisfirði, en árleg ferð safnaráðs var á Austfirði þetta árið.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu á stafrænni skjalavistun og -skilum. Safnaráð mun taka upp nýtt skjalavistunarkerfi í notkun á hausti 2021 og hefur fengið nýjan málalykil samþykktan af Þjóðskjalasafni Íslands.
  3. Stefnumörkun um safnastarf – aðgerðaráætlun. Á Farskóla safnmanna verður fyrsta vinnustofa um aðgerðaráætlun. Sjá-ráðgjöf mun sjá um vinnustofuna og verður með þekktum hætti, hópavinna þar sem hver hópur ræðir eitt markmið og svo verða umræður og kynningu á niðurstöðum hópa.
  4. Rædd voru næstu umsóknarferli safnasjóðs, en þau eru aukaúthlutun 2021 og aðalúthlutun 2022. Verður boðið upp á sömu styrkmöguleika í aukaúthlutun 2021 og var í aukaúthlutun 2020.
  5. Kynnt var fyrirkomulag á Úthlutunarboði safnaráðs vegna aðalúthlutunar 2021, sem verður haldið á miðvikudeginum 13. október á Stykkishólmi á Farskóla safnmanna.
  6. Ein umsókn um viðurkenningu safns barst safnaráði þetta árið. Var umsóknin kynnt og verður tillaga um afgreiðslu safnaráðs samþykkt á næsta safnaráðsfundi.
  7. Safnaráð ræddi svar mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna erindis safnaráðs um endurskoðun safnalaga.

2. Mál til ákvörðunar

  1. Endurskoðuð heimsóknarskýrsla vegna Hönnunarsafns Íslands var samþykkt.

3. Önnur mál

Ráðið ræddi um ábyrgðarsöfn. Harpa Þórsdóttir sagði frá stefnumótunardegi Listasafns Íslands og sagði einnig af listaverkagjöf Íslandsbanka til Listasafns Íslands.

 

Fundi slitið kl. 12.25/ÞBÓ