Miðvikudaginn 9. júní 2021 – kl. 11.00-13.30
Staðsetning: Safnahúsið

Viðstödd: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Álfheiður Ingadóttir (f.h. Náttúruminjasafns Íslands) og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

Undirritun fundargerða

1.   Mál til kynningar

 1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
 2. Erindi frá Libiu Castro og Ólafi Ólafssyni vegna atburða í Hafnarborg í tengslum við sýningu þeirra. Málið var rætt af safnaráði og vill safnaráð lýsa yfir ánægju að málið hafi verið leyst. Í ljósi atburða, vill safnaráð ítreka sjálfstæði safna og minna á siðareglur ICOM.
 3. Rætt um fund safnaráðs utan höfuðborgarsvæðisins.
 4. Rætt um Stefnumörkun um safnastarf.
 5. Ársskýrsla safnaráðs – er í vinnslu, verður til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.
 6. Sagt af samningi við Rekstrarfélag Sarps um þriðja hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum, en hann var formlega undirritaður í maí.
 7. Staða á skilaskýrslum og áfangaskýrslum rædd og þeim frestum sem söfn hafa þurft að fá vegna áhrifa COVID-19.

2.  Mál til ákvörðunar

 1. Samþykktir voru frekari frestir vegna skila á áfangaskýrslum og lokaskýrslum á nýtingu styrkja. Á þetta við eftirfarandi styrki: Frá 2019: Aukaúthlutun. Frá 2020: Aðalúthlutun; Áfangaskýrsla eins árs styrkja. Fyrri aukaúthlutun.
 2. Samþykkt var breyting á nýtingu eins styrks.
 3. Erindi frá Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur.

3.  Önnur mál

Ráðið ræddi um ábyrgðarsöfn.

 • Fundi slitið kl. 13.30/ÞBÓ