Þriðjudaginn 27. apríl 2021 – kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Norræna Húsið og veffundur

Viðstödd: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson (veffundur), Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist (veffundur), Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Inga Lára Baldvinsdóttir forfallaðist.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Úthlutað í aðalúthlutun safnasjóðs 2021. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr aðalúthlutun safnasjóðs 2021. Sjóðnum bárust alls 179 umsóknir frá 51 aðila, frá 44 viðurkenndum söfnum, 3 aðilum í samstarfi við viðurkennt safn og 4 félagasamtökum eða einstaklingum. Heildarstyrkupphæð úr aðalúthlutun safnasjóðs 2021 er 168.540.000 kr. Veittir eru 117 styrkir til eins árs að heildarupphæð 137.940.000 kr. Veittir eru 10 Öndvegisstyrkir sem skiptast svo: fyrir árið 2021 kr. 30.600.000, fyrir árið 2022 kr. 36.100.000 og fyrir árið 2023 kr. 31.700.000. Heildarupphæðin fyrir allan styrktímann er 98.400.000 kr.
  3. Ráðið ræddi bréf sem barst safnaráði vegna safnamála í Vestmannaeyjabæ.
  4. Aðgerðaráætlun í kjölfar Stefnumörkunar um safnastarf. Rædd voru næstu skref varðandi gerð aðgerðaráætlunar í kjölfar Stefnumörkunar um safnastarf.

 2. Mál til ákvörðunar

  1.  Vegna 2. hluta eftirlits með viðurkenndum söfnum – lokaheimsókn. Lagðar voru fram heimsóknarskýrslur frá tveimur söfnum til samþykktar. Ákveðið var að bæta við lið í skýrslur sem varðar almennt ástand húsnæðis. Uppfærðar skýrslur verða sendar til safnaráðs á milli funda til samþykktar.
  2. Fjárhagsáætlun 2021 var samþykkt.
  3. Verkáætlun 2021 var samþykkt.
  4. Uppfærð Stefnumörkun um safnastarf samþykkt.

 3. Önnur mál

Ráðið ræddi um að hvetja ætti stjórnvöld að gefa sérstaka menningargjöf til landsmanna nú í vor, samanber ferðagjöf stjórnvalda frá síðasta sumri.

 

Fundi slitið kl. 13.00/ÞBÓ