Fimmtudaginn 21. október – kl. 11.00-13.00
Staðsetning: Safnahúsið og Teams

Viðstödd: Vilhjálmur Bjarnason, formaður, Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Hlynur Hallsson, Inga Lára Baldvinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir (á Teams f.h. Náttúruminjasafns) Harpa Þórsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir (á Teams) og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

1. Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.
  2. Sagt af Aukaúthlutun 2021, en opið er fyrir umsóknir í aukaúthlutun safnasjóðs til kl. 16.00, þriðjudaginn 26. október. Einungis viðurkennd söfn geta sótt um í aukaúthlutun til símenntunar eða til stafrænna kynningarmála. Úthlutað verður úr sjóðnum fyrir árslok 2021 og á styrkur að vera nýttur í síðasta lagi í desember 2022.
  3. Menningarsókn – aðgerðaáætlun um listir og menningu til 2030 var kynnt, en með henni eru lagðar línur í menningarmálum til ársins 2030. Áætlunin er í samræmi við gildandi menningarstefnu mennta- og menningarmálaráðuneytis.
  4. Stefnumörkun um safnastarf – aðgerðaráætlun. Á Farskóla safnmanna var fyrsta vinnustofa um aðgerðaráætlun haldin föstudaginn 15. október kl. 10-12 og sóttu rúmlega 60 safnmenn vinnustofuna. Sjá-ráðgjöf sá um vinnustofuna og var hún opin öllum safnmönnum. Á vinnustofunni var hópavinna eftir yfirmarkmiðum Stefnumörkunarinnar og svo voru umræður og kynningu á niðurstöðum hópa. Safnaráð mun fá gögn úr vinnunni frá Sjá á næstu dögum og mun ráðið einnig fara í samskonar vinnustofu um aðgerðaráætlun á næstu vikum.
  5. Málefni Sagnheima í Vestmannaeyjum voru rædd, en yfirmenn safnsins og safnamáls í Vestmannaeyjabæ óskuðu eftir aðstoð vegna húsnæðismála safnsins og mögulegrar uppfærslu sýninga náttúrugripasafns í Sea Life safninu. Þóra Björk og Kristín Gísladóttir forvörður fóru til Vestmannaeyja 5. október síðastliðinn þar sem fundað var með safnmönnum og bæjarstjóra og fjármálastjóra bæjarins. Lagðar voru fram skýrslur KG vegna húsnæðismála safnsins og verða þær sendar safninu. Eru þessar skýrslur unnar sem hluti af 2.hl. eftirlits með viðurkenndum söfnum

2. Mál til ákvörðunar

  1. Aðalúthlutun 2022, umsóknareyðublöð og tímalína umsóknarferlis samþykkt.
  2. Tillaga samþykkt að afgreiðslu umsóknar eins safns til viðurkenningar. Tillagan verður send til mennta- og menningarmálaráðherra til samþykktar.

3. Önnur mál

Þóra Björk sagði frá málefnum Byggðasafns Garðskaga. Helga Lára Þorsteinsdóttir sagði frá stofnun Miðstöðvar stafrænna hugvísinda og lista (MSHL). Að henni standa Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur, safn RÚV, Árnastofnun, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Þjóðskjalasafn, Landsbókasafn, Þjóðminjasafn Íslands.

Fundi slitið kl. 13.00/ÞBÓ