Þriðjudaginn 8. nóvember 2017 kl. 11.00 – 13.00
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson (símleiðis), Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 165. fundar safnaráðs

1.     Mál til kynningar

1.1  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Framkvæmdastjóri sagði meðal annars frá stöðu umsókna í safnasjóð og af skilum þriðja holl eftirlits með viðurkenndum söfnum, auk frétta af stöðu mála hjá Byggðasafni Garðskaga.

1.2  Skilafrestur fyrir Árlega skýrslu viðurkenndra safna 2017 var 31. október síðastliðinn, en skýrslurnar eru hluti af eftirliti safnaráðs með viðurkenndum söfnum. 42 söfn hafa skilað og 3 fengu frest. Ekki verður kallað eftir skýrslu frá Tónlistarsafninu, enda hefur safnið verið lagt niður.

1.3  Drög að eyðublaði um nýtingu rekstrarstyrkja kynnt fyrir ráðinu, eyðublaðið verður lagt fram til samþykktar á næsta safnaráðsfundi.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1  Safnaráð samþykkti var að fjórða og fimmta holl eftirlits safnaráðs með viðurkenndum söfnum yrði á fyrsta ársfjórðungi 2018. Í þessum tveimur hollum yrðu samtals um 14-18 söfn.

2.2  Safnaráð samþykkti var að umsóknir um frest á nýtingu styrkja yrði framvegis með skilum á eyðublaði í gegnum umsóknavef safnaráðs.

2.3  Beiðni um frest á nýtingu styrks frá Nýlistasafninu samþykkt.

Liður 3 – Önnur mál, rædd hér.

2.4  Umsóknir um um símenntunarstyrk 2017. Eftirfarandi safnaráðsmenn afgreiddu þennan lið: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður og Helga Lára Þorsteinsdóttir. Aðrir fundarmenn luku fundi hér vegna vanhæfis til að koma að afgreiðslu málsins.

Tillaga að úthlutun verkefnastyrkja á sviði símenntunar til viðurkenndra safnar úr aukaúthlutun safnasjóðs árið 2017 samþykkt og verður send mennta- og menningarmálaráðherra  til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 18.09.2013 og safnalögum nr. 141/2011.

Umræðum um þennan lið lauk kl. 14:00, fleira var ekki rætt og fundi slitið./ÞBÓ

3.      Önnur mál

Athugið: Liðurinn Önnur mál var ræddur á undan lið 2.4.

Rætt var um ábyrgðarsöfn og svar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um það mál sem var kynnt á síðasta fundi. Verður þetta mál tekið upp á næsta fundi safnaráðs.

Forstöðumenn höfuðsafna og Haraldur Þór Egilsson og Sigríður Björk Jónsdóttir luku fundi hér kl. 13:00