Þriðjudaginn 16. maí 2017 kl 11-13

Staðsetning: Menningarhúsum Kópavogs, Gerðarsafni

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Hilmar J. Malmquist komst ekki.

Fundur hófst með kynningu á Gerðarsafni.

0.            Samþykkt og undirritun fundargerðar 161. fundar safnaráðs

1.      Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi

1.2.    Úthlutun úr safnasjóði 2017. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur úthlutað úr safnasjóði 2017 að fenginni umsögn safnaráðs, alls 97.329.000 króna. Af þeirri upphæð renna 72,3 milljónir til einstakra verkefna en 25,1 milljón í rekstrarstyrki til 38 viðurkenndra safna um land allt.
Alls bárust að þessu sinni umsóknir um styrki í samtals 146 verkefni. Styrkjum er úthlutað til 86 verkefna og eru þeir frá 150.000 kr. upp í 2,0 m.kr.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1.    Umsögn lögfræðings vegna viðurkenningar safna kynnt á fundi. Safnaráð ákvað að skoða málið áfram og taka upp á næsta fundi

2.2.    Yfirvofandi breytingar hafa verið á starfsemi Byggðasafns Garðskaga sem gætu haft áhrif á stöðu safnsins sem viðurkennt safn. Safnaráð sendi bæjarstjórn Garðs bréf í mars vegna stöðu Byggðasafns Garðskaga sem viðurkennt safn og átti framkvæmdastjóri safnaráðs fund með menningarmálafulltrúa sveitarfélagsins í kjölfarið. Safnaráð ákvað að gefa sveitarfélaginu sex mánuði til að uppfylla skilmála skilmála safnaráðs til viðurkenndra safna.

2.3.    Safnaráð samþykkti að endursenda mennta- og menningarmálaráðuneyti bréf birtingar á myndefni í safnmunaskrám á veraldarvefnum.

2.4.    Eftirlit með viðurkenndum söfnum. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, Byggðasafn Skagfirðinga, Hvalasafnið á Húsavík, Iðnaðarsafnið Akureyri, Minjasafnið á Akureyri og Síldarminjasafn Íslands voru í 2. holli eftirlits safnaráðs og skiluðu þau eftirlitskýrslum til safnaráðs í lok síðasta árs. Eftirlitsnefnd safnaráðs hefur skilað matsskýrslum byggða á þessum eftirlitsskýrslum safnanna, þar sem mat á ástandi safnkosts, geymslna og sýningarstaða má finna í matsskýrslunum ásamt tillögum til úrbóta og þeim tímaramma sem söfnin ættu að setja sér til að lagfæra þau atriði sem matsnefndinni finnst þurfa. Matsskýrslur eftirlitsnefndarinnar voru samþykktar af safnaráði í gegnum tölvupóst. Haraldur Þór Egilsson sat hjá í þessari samþykkt.

2.5.    Skýrslur um nýtingu styrkja 2015. Árið 2015 voru veittir 130 verkefnastyrkir og samkvæmt safnalögum eiga styrkþegar að skila skýrslum um nýtingu styrkjanna innan tveggja ára. 119 skýrslum hefur verið skilað, einn styrkur var endurgreiddur til safnaráðs, frestur fékkst fyrir nýtingu styrks á 7 styrkjum (skilafrestur síðar á þessu ári) en skýrslum vegna þriggja styrkja hefur ekki verið skilað. Safnaráð samþykkti skýrslurnar og þeir sem ekki hafa skilað skýrslum fá áminningu um skil.

2.6.    Beiðni um frestun á nýtingu styrkja frá Rekstrarfélagi Sarps og frá Hönnunarsafninu samþykkt.

2.7.    Ársskýrsla safnaráðs 2016 kynnt fyrir safnaráði. Ráðsmenn fá 10 daga til að kynna sér efni skýrslunnar og senda athugasemdir.

Önnur mál

Önnur mál ekki rætt og fundi slitið kl. 13.00 / ÞBÓ