Þriðjudaginn 5. september 2017 kl 11-13
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar J. Malmquist var fjarverandi.

0.Samþykkt og undirritun fundargerðar 163. fundar safnaráðs

1.      Mál til kynningar

1.1 Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi.

1.2 Minnisblað frá vinnuhópi um verklag um styrkveitingar úr safnasjóði lagt fram. Í vinnuhópnum voru, auk framkvæmdastjóra safnaráðs: Haraldur Þór Egilsson, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri, Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri í safnadeild RÚV, Sif Jóhannesdóttir, safnstjóri Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðarsafns. Sérfræðihópurinn verður kallaður aftur saman eftir úthlutun úr safnasjóði 2018.

1.3 Breytingar á umsóknareyðublöðum fyrir aðalúthlutun safnasjóðs 2018 kynntar.

1.4 Umsóknir til viðurkenningar safna bárust frá tveimur söfnum, en síðasti umsóknafrestur var 31. ágúst síðastliðinn. Verður farið yfir umsóknir safnanna og á næsta safnaráðsfundi í byrjun október verður lögð fram tillaga um afgreiðslu þeirra.

1.5 Ný vefsíða safnaráðs opnaði um miðjan júlí og var safnaráði kynntar helstu breytingar.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1 Samþykkt var að næsta sérverkefni safnaráðs fjalli um menntunarhlutverk safna með áherslu á rafræna miðlun safna og hvernig rafræn miðlun nýtist sem menntatæki. Skipað var í sérfræðihóp til að halda utan um verkefnið, en það felst í skýrslugerð um stöðu rafrænnar miðlunar á söfnum og skipulag málþings um sama efni. Sérfræðihópurinn myndi halda áfram starfi sínu fram yfir málþingið og taka saman skýrslu um stefnumótun og aðgerðaráætlun til að efla og styrkja rafræna miðlun safna.

Í sérfræðihópnum verða: Ágústa Kristófersdóttir, Þóra Sigurbjörnsdóttir, Anna Lísa Rúnarsdóttir, Tryggvi Thayer og Sólrún Harðardóttir.

2.2 Breytingar á verklagsreglum vegna úthlutunar úr safnasjóði samþykktar.

2.3 Breytingar á Árlegri skýrslu safna samþykktar.

2.4 Umsóknareyðublað um símenntunarstyrk og umsóknafrestur símenntunarstyrks samþykktar.

2.5 Beiðni Landverndar um tilnefningu í stýrihóp og dómnefnd Græna lykilsins samþykkt. Er Hilmar J. Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands tilnefndur fyrir hönd safnaráðs.

2.6 Samþykkt er að forstöðumenn höfuðsafna tilnefni staðgengil sinn til setu á safnaráðsfundum.
Staðgengill Hörpu Þórsdóttur forstöðumanns Listasafns Íslands verður Anna María Urbancic. Staðgengill Hilmars J. Malmquists forstöðumanns Náttúruminjasafns Íslands verður Álfheiður Ingadóttir. Staðgengill Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar verður Anna Lísa Rúnarsdóttir.

3.      Önnur mál

Helga Lára Þorsteinsdóttir tilkynnit safnaráði að safn RÚV hyggst afhenda Ljósmyndasafni Íslands ljósmyndir úr starfi RÚV. Lagði Helga Lára fram lista yfir þessar ljósmyndir til safnaráðs.

Fundurinn samþykkt að senda ábendingu til Náttúrusýningarinnar í Perlunni vegna enskrar þýðingar á heiti sýningarinnar.

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 13.10 / ÞBÓ