Miðvikudaginn 25. janúar 2017 kl 12-14
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu 15

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Haraldur Þór Egilsson og Margrét Hallgrímsdóttir komust ekki.

1.      Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi

1.2.    Nýtt safnaráð boðið velkomið. Safnaráðsmenn fengu afhenta möppu með upplýsingum um starfsemi ráðsins og verkefni. Formaður leiddi umræður um starfshætti ráðsins og framkvæmdastjóri kynnti þær upplýsingar sem mappan innihélt.

1.3.    Drög að fjárhagsáætlun og verkefnaáætlun safnaráðs 2017 kynnt fyrir safnaráði. Báðar áætlanir verða tilbúnar fyrir næsta fund.

1.4.    Framkvæmdastjóri kynnti fjölda umsókna í safnasjóð 2017, matsnefnd umsókna hefur störf innan fárra daga og er gert ráð fyrir því að tillaga verði tilbúin fyrstu vikuna í mars.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1.    Á 148. fundi safnaráðs þann 23. febrúar 2016 var samþykktur kostnaður 500.000 kr. í nýja vefsíðu. Á 152 fundi safnaráðs í júní var samþykkt að leita tilboða vegna hönnunar og útfærslu nýrrar heimasíðu safnaráðs. Tafðist að klára verkefnið árið 2016 vegna anna, en er nú á góðu skriði. Framkvæmdastjóri hefur verið í samstarfi við Margréti Sveinbjörnsdóttur hjá Brúarsmiðjunni til að útfæra veftré og nýtni síðunnar. Brúarsmiðjan hefur unnið með Jóni Inga Stefánssyni vefhönnuði sem mun setja upp vefsíðuna fyrir ráðið. Safnaráð samþykkti tilboð Brúarsmiðjunnar og Jóns Inga í þennan hluta verkefnisins.

2.2.    Safnalög nr. 141/2011 taka ekki með beinum hætti við því hvernig ætti að standa að því ef safni yrði tilkynnt um afturköllun viðurkenningar eða ef safn myndi óska eftir að afsala viðurkenningu safnaráðs. Í 9. gr. safnalaga segir: „Ráðherra getur afturkallað viðurkenningu safns að fenginni tillögu safnaráðs telji ráðið að safnið uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar.“ Og í 12. gr. segir: „Lok starfsemi og ráðstöfun eigna og safnkosts. Í stofnskrá eða samþykkt viðurkennds safns skal kveðið á um ráðstöfun eigna þess og safnkosts verði safnið lagt niður eða rekstrarformi þess breytt. Hafi viðurkennt safn notið opinberra styrkja skv. 11. eða 22. gr. skal safnkosti þess ráðstafað í samræmi við fyrirmæli stofnskrár eða samþykkta og í samráði við viðkomandi höfuðsafn. Öðrum eigum skal ráðstafað að höfðu samráði við ráðuneyti.“ Safnaráð samþykkti að fá lögfræðilegt álit á hvernig staðið ætti að afturköllun viðurkenningar eða afsali viðurkenningar ef til þess kemur.

3.      Önnur mál

Engin önnur mál rædd.

Fundi slitið kl. 13.40 / ÞBÓ