Fimmtudaginn 14. desember 2017 kl. 14.00 – 16.00
Staðsetning: Norræna húsinu

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Harpa Þórsdóttir, Hilmar Malmquist og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.

0. Samþykkt og undirritun fundargerðar 166. fundar safnaráðs

1.      Mál til kynningar

1.1  Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Framkvæmdastjóri sagði meðal annars frá ráðstefnu ShareCare í Danmörku, fundi með Kulturrådet í Stokkhólmi og af fundum vinnuhóps um menntunarhlutverk safna.

1.2  Staða umsókna í aðalúthlutun safnasjóðs 2018 kynntar, en umsóknafresti lauk 15. nóvember síðastliðinn. Einnig var tímalína matsnefndar kynnt, en gert er ráð fyrir því að nefndin skili tillögum til mennta- og menningarmálaráðherra í byrjun febrúar.

1.3  Í byrjun desember var úthlutað símenntunarstyrkjum úr aukaúthlutun safnasjóðs 2017 til viðurkenndra safna. Alls var úthlutað 35 styrkjum að heildarupphæð 9.213.700 kr. til 27 viðurkenndra safna og voru styrkirnir frá 28.700 kr. til 300.000 kr. hver. 19 styrkir voru veittir af styrktegundinni Símenntun fyrir starfsmenn safns, alls 4.911.700 kr. og 16 styrkir voru veittir af tegundinni Námskeið/fyrirlesarar, alls 4.302.000 kr.

1.4  Framkvæmdastjóri sagði frá evrópsku samstarfsverkefni, Museums of Impact sem safnaráði hefur boðist að taka þátt í.

1.5  Mennta- og menningarmálaráðherra samþykkti tillögu safnaráðs frá 10. október 2017 um viðurkenningu safna samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Ráðherra veitti að tillögu ráðsins einu safni viðurkenningu, Listasafni Háskóla Íslands.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1  Safnaráð samþykkti að veita Sagnheimum frest á nýtingu styrks.

3.      Önnur mál

Rætt var um hrun kerfis hjá hýsingarfyrirtækinu 1984, en safnaráð er í viðskiptum þar og lokaðist fyrir vefsíðu ráðsins um viku skeið. Öll gögn vefsíðunnar safnarad.is björguðust. Umsóknavefur, tölvupóstur og önnur gögn safnaráðs eru hýst annars staðar svo hrunið hafði ekki áhrif á það.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16.00/ÞBÓ