Úthlutunarfundar safnaráðs vegna umsókna í safnasjóð 2016

3. mars 2016 12:00-16:00
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Sigríður Melrós Ólafsdóttir og
Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson.

Mál til ákvörðunar

  1. Tillaga að úthlutun styrkja úr safnasjóði árið 2016 samþykkt og verður send mennta- og menningarmálaráðherra til endanlegrar ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 18.09.2013 og safnalögum nr. 141/2011.

Önnur mál:

Fleira ekki rætt og fundi slitið 15:20 / ÞBÓ