Þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl: 12:00-14:00 í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Hilmar J. Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Halldór Björn Runólfsson

Samþykkt og undirritun fundargerðar 152. fundar safnaráðs

1.    Mál til kynningar

1.1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

1.2.    Staða á undirbúningi fyrir málþing um söfn og ferðaþjónustu rædd.  Hugmyndir um dagskrá og ritara málþingsins kynntar.

1.3.    Kynning og umræður um beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytis um álit safnaráðs á mögulegu samstarfi Perlu Norðursins ehf. við Náttúruminjasafn Íslands um náttúrusýningu í Perlunni.

2.    Mál til ákvörðunar

2.1   Verklagsreglur vegna nýrra úthlutunarreglna samþykktar

2.2   Ársskýrsla safnaráðs 2015 samþykkt

2.3   Safnaráð samþykkti að fara á þess leit við mennta- og menningarmálaráðuneyti að minni úthlutun úr safnasjóði myndi fara fram að hausti til viðurkenndra safna, sem yrði fyrst um sinn ætluð til símenntunarstyrkja til eflingar faglegu starfi safnanna.

2.4   Ósk um frestun á nýtingu styrks frá Byggðasafni Húnvetninga og Stranda samþykkt. Hefur safnið til loka árs 2016 til nýtingar styrksins.

2.5   Samþykkt beiðni frá Síldarminjasafninu um að safnaráð staðfesti að nýtt húsnæði safnsins uppfylli skilmála safnaráðs fyrir húsnæði safna

3.    Önnur mál

Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður sagði af nýju Varðveislu- og rannsóknasetri Þjóðminjasafns Íslands að Tjarnarvöllum í Hafnarfirði sem var afhent safninu fyrr í ágúst. Eru þetta tímamót í geymslu- og varðveislumálum safna hér á landi og er aðbúnaður þar sem best verður á kosinn.

Fundi slitið 14:00 / ÞBÓ