23. febrúar 2016 kl: 12:00-14:00
í fundarsal á 6. hæð í Þjóðminjasafni Íslands

Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður,  Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson (í gengum síma), Sigríður Björk Jónsdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Hilmar J. Malmquist, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Anna Sigríður Kristjánsdóttir.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 147. fundar safnaráðs.

Mál til kynningar

  1. Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi
  2. Svar frá mennta- og menningarmálaráðuneyti vegna fyrirspurnar frá Rekstrarfélagi Sarps um notkun á upplýsingum um ársverk sem safnaráð fær frá söfnum. Safnaráði er heimilt að afhenda rekstrarfélaginu umbeðin gögn.
  3. Kynnt var staða á verkefni um starfshóp um ábyrgðarsöfn

Mál til ákvörðunar

  1. Eftirlitshlutverk safnaráðs – safnaráð hefur notið liðsinnis Þjóðminjasafns Íslands við undirbúning að eftirlitinu og var kynnt fyrir fundinum verkferil verkefnis. Áfram verður haldið að vinnu að þeim þæti auk þess sem framkvæmdarstjóri mun kanna hvernig hægt sé að styðja við fræðsluhluta eftirlitsins með auknum upplýsingum á vefsíðu ráðsins.
  2. Fjárhagsáætlun 2016 samþykkt (með fyrirvara um samþykki MMRN)
  3. Verkáætlun 2016 samþykkt
  4. Safnaráð felur framkvæmdastjóra að óska eftir samstarfi við Hagstofu Íslands vegna gagnasöfnunar um málefni safna í þeim tilgangi til að bæta nothæfi þeirra gagna sem Hagstofan safnar gagnvart hagsmunaaðilum.
  5. Rætt um rýnihóp vegna skýrslu um söfn og ferðaþjónustu, erindisbréf rýnishóps verður tekið til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins.

Önnur mál

Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður kynnti fyrir fundinum stöðu fyrirhugaðar sameiningar Þjóðminjasafns Íslands og Minjastofnunar Íslands í eina stofnun, Þjóðminjastofnun.

Fundi slitið 14:15/ÞBÓ