Þriðjudaginn 14. júní 2016 kl: 12:00-14:00
í Norðurstofu í Safnahúsinu, Hverfisgötu

Viðstödd: Anna Sigríður Kristjánsdóttir, Guðbrandur Benediktsson, Haraldur Þór Egilsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Valborg Snævarr, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Forföll: Ólafur Kvaran formaður var staddur erlendis, Halldór Björn Runólfsson og Hilmar J. Malmquist.

Fundur hófst með kynningu Ingunnar Jónsdóttur, Þjóðminjasafninu um Sjónarhorna-sýningu Safnahússins.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 149., 150. og 151. funda safnaráðs.

1.    Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

1.2.    Athugasemdir mennta- og menningarmálaráðuneytisins við verklagsreglur nýrra úthlutunarreglna kynntar. Þrjú atriði þurfa frekari skoðunar, fullbúin drög verða lögð fram til samþykktar á 153. fundi ráðsins.

1.3.    Rætt var um fjárhag sjóðsins, enn er ekki komin niðurstaða í nýtingu umframfjár frá 2015.

2.    Mál til ákvörðunar

2.1   Safnaráði hafa borist allar skýrslur um nýtingu styrkja frá árinu 2014 fyrir utan þá styrki sem fengu frest. Skýrslur um nýtingu styrkja samþykktar.

2.2   Vegna skilafrestar á skýrslum um nýtingu styrkja, samþykkt var að breyta verklagi við skil á skýrslum um nýtingu styrkja. Framvegis verður kallað eftir skýrslum í byrjun næsta árs eftir styrkveitingu, en áfram verður frestur til að skila eitt ár frá lokum verkefnis. Einnig var samþykkt að gera sérstakt eyðublað um frestun á nýtingu styrkja sem verður skilað í gegnum umsóknareyðublaðakerfi safnaráðs.

2.3   Samþykkt var að leitað sé tilboða sérfræðinga í hönnun og útfærslu veftrés nýrrar heimasíðu safnaráðs. Ekki er talið að kostnaður verður mikill, en tilboð og stærð verkefnis ættu að vera ljós á fundi ráðsins í ágúst eða september.

3.    Önnur mál

Málefni tveggja safna voru rædd á fundinum. Fundurinn gerði einnig að tillögu sinni að skoða ætti möguleikann á minni styrkúthlutun að hausti, sem myndi ráðast að mestu af því hve mikinn hluta af rekstrarafgangi fyrra árs safnasjóður fái að nýta. Framkvæmdastjóri fær það verkefni að skoða þetta nánar og útfæra.

Önnur mál ekki rædd.

Fundi slitið 13:50 / ÞBÓ