Viðstödd: Ólafur Kvaran formaður, Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Sigríður Melrós Ólafsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir, Halldór Björn Runólfsson og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri. Hilmar J. Malmquist komst ekki. Anna Sigríður Kristjánsdóttir tók þátt í síðasta lið fundarins símleiðis.

Samþykkt og undirritun fundargerðar 155. fundar safnaráðs.

1.    Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemina frá síðasta fundi.

1.2.    Aðkoma höfuðsafna að umsögnum á viðurkenningu safna. Umræðu frestað til næsta fundar vegna fjarveru forstöðumanna höfuðsafna.

1.3.    Málþing um söfn og ferðaþjónustu í Safnahúsi 18. nóvember síðastliðinn var haldið í samstarfi við Íslandsstofu og Samband íslenskra sveitafélaga. Gekk málþingið feikilega vel og voru skipuleggjendur og fyrirlesarar ánægð með afraksturinn. Tæplega 100 manns mættu  á málþingið og er mikill hugur hjá aðstandendum málþingsins að halda áfram góðu samstarfi. Málþinginu var streymt og má finna upptöku af útsendingunni á vef safnaráðs.

1.4.    Staða á umsóknum í safnasjóð kynnt fyrir ráðsmönnum. Gefa þurfti út nýtt verkefnaumsóknareyðublað vegna forritunarvillu og var umsóknafrestur lengdur til 7. desember þess vegna.

2.    Mál til ákvörðunar

2.1.    Tilboð forvarðanna Þórdísar Baldursdóttur, Kristínar Gísladóttur, Ingibjargar Áskelsdóttur og Karenar Sigurkarlsdóttur í skýrslugerð vegna eftirlits með viðurkenndum söfnum samþykkt.

Liður 3, önnur mál var tekinn hér fyrir.

Safnaráð samþykkti að senda Íslandsstofu bréf með tillögu þess efnis að framkvæmdastjóri safnaráðs tæki sæti í fagráði lista og skapandi greina hjá Íslandsstofu.

 

Guðbrandur Benediktsson, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Halldór Björn Runólfsson gengu af fundi. Ólafur Kvaran formaður, Sigríður Melrós Ólafsdóttir varamaður og Anna Sigríður Kristjánsdóttir varaformaður símleiðis sátu eftir ásamt Þóru Björk Ólafsdóttur framkvæmdastjóra.

2.2.    liður fundarins tekinn hér fyrir: Tillaga að úthlutun símenntunarstyrkja úr safnasjóði árið 2016 til viðurkenndra safna samþykkt og verður send mennta- og menningarmálaráðherra til ákvörðunar. Við gerð tillögunnar var samkvæmt auglýsingu farið eftir úthlutunarreglum safnasjóðs frá 25.09.2015 og safnalögum nr. 141/2011.

Fundi slitið 13:40 / ÞBÓ