Þriðjudaginn 28. febrúar 2017 kl 11-13
Staðsetning: Safnahúsinu, Hverfisgötu 15

Viðstödd: Ólafur Kvaran, formaður, Anna Sigríður Kristjánsdóttir, varaformaður, Haraldur Þór Egilsson, Helga Lára Þorsteinsdóttir, Sigríður Björk Jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir framkvæmdastjóri.
Halldór Björn Runólfsson og Hilmar J. Malmquist komust ekki.

0.            Samþykkt og undirritun fundargerðar 156., 157. og 158. fundar safnaráðs

1.      Mál til kynningar

1.1.    Yfirlit yfir starfsemi ráðsins frá síðasta fundi

1.2.    Vefsíða safnaráðs – drög að hönnun útlits kynnt.

1.3.    Ályktunum safnaráðs 2013-2016 dreift til ráðsmanna til upplýsinga og upprifjunar

1.4.    Umræða um 17. gr. safnalaga 141/2011 og f-lið 7.gr. sömu laga um förgun safngripa og grisjunaráætlanir sem höfuðsöfn þurfa að samþykkja. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður kynnti þá vinnu sem Þjóðminjasafnið er í vegna 17. greinar laganna.

2.      Mál til ákvörðunar

2.1.    Fjárhagsáætlun safnaráðs 2017 samþykkt af safnaráði

2.2.    Verkefnaáætlun safnaráðs 2017 samþykkt af safnaráði

2.3.    Fundaráætlun safnaráðs 2017 samþykkt af safnaráði

2.4.    Eftirlit með viðurkenndum söfnum. Byggðasafn Árnesinga, Hönnunarsafn Íslands, Listasafn Reykjanesbæjar, Listasafn Árnesinga, Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn og Byggðasafn Reykjanesbæjar voru í 1. holli eftirlits safnaráðs og skiluðu þau eftirlitskýrslum til safnaráðs síðasta haust. Eftirlitsnefnd safnaráðs hefur skilað matsskýrslum byggða á þessum eftirlitsskýrslum safnanna, þar sem mat á ástandi safnkosts, geymslna og sýningarstaða má finna í matsskýrslunum ásamt tillögum til úrbóta og þeim tímaramma sem söfnin ættu að setja sér til að lagfæra þau atriði sem matsnefndinni finnst þurfa. Matsskýrslur eftirlitsnefndarinnar voru samþykktar af safnaráði.

3.      Önnur mál

3.1.    Umræða vegna tveggja viðurkenndra safna. Í ljósi frétta af stöðu tveggja viðurkenndra safna var framkvæmdastjóra safnaráðs falið að afla upplýsinga um stöðu safnanna með tilliti til  viðurkenningarinnar.

3.2.    Erindi frá RÚV vegna grisjunar úr safnkosti safns RÚV. Erindinu var vísað til afgreiðslu á næsta fundi safnaráðs.

3.3.    Kútter Sigurfari. Margrét Hallgrímsdóttir upplýsti safnaráð um stöðuna á þessu verkefni.

 

Fundi slitið kl. 13.00 / ÞBÓ