Fundargerð 99. fundar safnaráðs –
03. desember 2010, kl. 11:30 – 13:30, Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór B. Runólfsson, Helgi Torfason, Guðný Dóra Gestsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Rakel Halldórsdóttir og Ágústa Kristófersdóttir (framkvæmdarstjórar safnaráðs). Gestur á fundi: Sigurjón Baldur Hafsteinsson
1. Málefni til umræðu og ákvörðunar:
1.0.Fundargerð 98. fundar samþykkt og undirrituð.
1.1. Skýrsla framkvæmdastjóra: Rakel Halldórsdóttir komin aftur til starfa: Rakel Halldórsdóttir er komin aftur til starfa í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri safnaráðs. Nýr tölvubúnaður: Fartölva, skjár og prentari á skrifstofu safnaráðs hafa verið endurnýjuð. Greinargerð um nýtungu styrkja: Auglýst verður eftir greinargerð í byrjun desember. Fjárlagafrumvarp: frumvarpið er enn í 1. umræðu. Samræmd safngestakönnun: síðari hluta lokið könnunarinnar er lokið og niðurstöður verða birtar á vef safnaráðs. Skoða þarf framhald þessarar vinnu vel með stýrihópnum sem myndaður var um verkefnið. Minjasafnið á Hnjóti: Fylgst er með þróun mála varðandi flugminjarnar á Hnjóti. Eigendum safnsins verður sent bréf þar sem hlutverk þeirra og ábyrgð er ítrekað. Höfundarréttarmál: sendar hafa verið fyrirspurnir til valinna safna í Evrópu og Bandaríkjunum, haldið verður áfram með málið þegar fleiri svör hafa borist. Varamaður Sambands íslenskra sveitarfélaga: JLE mun leita eftir því við SÍS að varamaður verði tilnefndur og þeirri tilnefningu komið til mennta og menningarmálaráðuneytis. Nefndarlaun fulltrúa FÍSOS og SÍS: send verði í mennta og menningarmálaráðuneyti beiðni um að fulltrúum FÍSOS og SÍS verði greidd fundarlaun fyrir setu á fundum árið 2010.
1.2. Safnabókin 2011: Samningur tilbúinn til undirritunar.
1.3. Fundaáætlun 2011: Fundaáætlun fyrir árið 2011 lögð fram.
1.4. Umsóknir í safnasjóð 2011: Nokkur vandamál hafa komið upp með rafrænt eyðublað, þau verða rædd á fundi með EC-hugbúnaði. Það er ekki ásættanlegt að sömu vandamálin komu upp tvö ár í röð.
1.5. Dreifimiði vegna flutnings menningarverðmæta milli landa: Dreifimiðinn er nú tilbúinn til prentunar. Athuga hvort rétt sé að gera plakat um leið. Skoða þarf dreifingu miðans þannig að hann fari sem víðast. Athuga einnig hvort rétt sé að kaupa auglýsingu til dæmis í um borð í flugvélum.
1.6. Samningur milli Tollstjóra og safnaráðs um eftirlit með inn og útfl, menningarverðmæta í samræmi við lög nr. 105/2001: Drög að samningi kynnt og rætt um námskeið fyrir tollgæsluna.
1.7. EMYA 2012 óskað er eftir tilnefningum: Óskað hefur verið eftir tilnefningum frá Þjóðminjasafni, Listasafni Íslands, Náttúruminjasafni Íslands, ICOM, FÍSOS og Félagi íslenskra safnafræðinga.
2. Erindi til umræðu og ákvörðunar.
2.1. Kynning á Rannsóknarsetri í safnafræðum á vegum Félagsvísindastofnunar HÍ: Gestur á fundi er Sigurjón Baldur Hafsteinsson sem kynnir verkefnið. Um er að ræða rannsóknarsetur sem sinna á rannsóknum á sviði safnafræða s.s. gestakönnunum, úttektum ofl. Til stendur að stofna setrið formlega 17. desember næstkomandi og verður óskað eftir því að safnaráð tilnefni fulltrúa í strjórn. Safnaráð fagnar framtakinu. Formaður safnaráðs spyr hvort ekki sé rétt að höfuðsöfnin tilnefni fulltrúa í stjórn. Formleg beiðni um tilnefningu verður send ráðinu.
2.2. Umsókn Guðrúnar Öldu Gísladóttur um leyfi til útflutnings gjallmola. Staðfest, að fengnum umsögnum Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins.
2.3. Umsókn Ágústu Edwald um framlengingu á leyfi til útflutnings menningarverðmæta. Staðfest, að fengnum umsögnum Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins.
3. Önnur mál
3.1. Safnastefna á sviði þjóðminjavörslu fyrir árin 2010-2014: Bíður enn staðfestingar en leggja má fram plaggið sem gildandi stefnu.
3.2. Ferða og endurmenntunarstyrkir safnaráðs 2010: Útfærsla á ákvörðun 95. fundar. Þau söfn sem fengu úthlutað úr sjóðnum árið 2010 fá bréf þar sem þessir styrkir eru auglýstir. Hver styrkur getur hæst verið 25.000 og er veittur gegn framvísun kvittana fyrir ferða og/eða námskeiðskostnaði.
3.3.Næsti fundur var ákveðinn 27. janúar 2011.
Ágústa Kristófersdóttir starfandi framkvæmdastjóri