Fundargerð 91. fundar safnaráðs – vinnufundur fyrir úthlutunarfund 2010
25. febrúar 2010, kl. 12:00 – 16:00, Þjóðminjasafni Íslands
Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Guðný Dóra Gestsdóttir, Rakel Halldórsdóttir, Ágústa Kristófersdóttir. Jenný Lind Egilsdóttir boðaði forföll vegna veðurs.
1. Úthlutun úr safnasjóði 2010 – forsendur úthlutunar:
Almennar forsendur úthlutunar úr safnasjóði 2010 voru ræddar og samþykktar:
Rekstrarstyrkir – forsendur:Í samræmi við áherslur sem tilkynntar voru í auglýsingu eftir umsóknum í safnasjóð og útgefnu Upplýsingahefti fyrir söfn vegna umsókna í safnasjóð 2010 var samþykkt að úthluta rekstrarstyrkjum eftir eftirfarandi forsendum úr ársreikningum safna 2008:
Samþykkt var, í samræmi við áður tilkynntar áherslur, að veita söfnum 100 þús. kr. hækkun á rekstrarstyrk fyrir hvern gildan þjónustusamning safnsins við annað safn/setur/sýningu/stofnun og aðra starfsemi á sviði safnastarfs. Þjónustusamningur miðast við að stofnunin sem umrætt safn þjónustar nýtur fagþekkingar safnsins á safnastarfi.
Samþykkt var, í samræmi við áður tilkynnta forsendu í auglýsingu eftir styrkjum 2010, að lækka rekstrastyrki til safna sem hljóta rekstrarstyrk beint á fjárlögum frá fjárlaganefnd Alþingis. Samþykkt var að rekstrarstyrkir umræddra safna úr safnasjóði yrðu 500 þús. kr.
Verkefnastyrkir – forsendur: Samþykkt var að leitast við að styrkja styrkhæf verkefni safna sem sækja um verkefnastyrk í safnasjóð á árinu 2010.
Umræða um umsóknir: Rædd var tillaga að úthlutunum úr safnasjóði 2010. Formlegur úthlutunarfundur verður haldinn 9. mars 2010.
Einn umsækjandi dró umsókn sína( um verkefnastyrk) til baka.
2. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur var ákvarðaður í næstu eða þarnæstu viku. Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 16:00/RH.