Fundargerð 73. fundar Safnaráðs

1. september, kl. 12:30 – 14:00 2008, Hótel Framtíð, Djúpavogi

Fundurinn var haldinn í vettvangsferð Safnaráðs á Austurland, 1. og 2. september 2008 (sjá meðfylgjandi).

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Helgi Torfason, Sveinn Kristinsson, AlmaDís Kristinsdóttir, Anna Guðný Ásgeirsdóttir, Júlíana Gottskálksdóttir, Helga Bjarnadóttir og Rakel Halldórsdóttir. (Halldór Björn Runólfsson, Eiríkur Páll Jörundsson og Steinunn Ó. Kolbeinsdóttir boðuðu forföll).

1. Fundargerð 72. fundar var samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Íslenski safnadagurinn 2008. Íslenski safnadagurinn gekk vel fyrir sig. Þó nokkur umfjöllun var í fjölmiðlum um safnamál í kringum safnadaginn, í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Ríkisendurskoðun – upplýsingar um fjárveitingar til safnastafs. Frkv.stj. sendi Viðari H. Jónssyni hjá Ríkisendurskoðun skeyti þar sem óskað var eftir því að Ríkisendurskoðun kynnti sér og staðfesti tölur hvað varðar fjármagn til safnastarfs á fjárlögum. Er það skoðun Safnaráðs að of stór hluti fjármagns til safnastarfs á fjárlögum sé veitt óháð Safnasjóði og faglegri umfjöllun Safnaráðs, en sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að tryggja faglega umfjöllun og jafnræði í fjárveitingum til safnastarfs. Skv. upplýsingum frá Viðari hefur Ríkisendurskoðandi sett Þorbjörgu Guðnadóttur í málið. Höfundarréttarmál safna. Í frh. af umræðum síðustu funda. Erla S. Árnadóttir hrl. vinnur að málinu. Kynning á nýjum viðurkenningarskjölum Safnaráðs. Frkv.stj. hefur sent söfnum sem hlutu styrki úr Safnasjóði á árinu 2008 viðurkenningarskjal frá Safnaráði. Á skjalinu kemur fram að viðkomandi safn naut styrks úr Safnasjóði á árinu og hefur staðfestingu Safnaráðs sem viðurkennt safn samkvæmt safnalögum nr. 106/2001.  Uppbygging meistaranáms í safnafræði við HÍ. Starfshópur, sem frkv.stj. stýrir, í HÍ vinnur áfram að undirbúningi námsins. Auglýst verður eftir lektor í september. Tölfræði safna – samvinna Hagstofu og Safnaráðs. Stofnað var til samvinnu Hagstofu og Safnaráðs um söfnun tölfræðiupplýsinga stofnana í safnastarfi í samræmi við ákvörðun Safnaráðs á 68. fundi ráðsins þann 14. febrúar sl. Við framkvæmd samvinnunnar hafa vaknað hjá frkv.stj. efasemdir um heimild Safnaráðs til slíkrar samvinnu um söfnun upplýsinga m.t.t. stjórnsýslulaga og safnalaga. Jafnframt hafa sumar stofnanir í safnastarfi verið tregar til að skila upplýsingum til Hagstofu vitandi af umræddu samstarfi. M.t.t. stjórnsýslulaga og safnalaga samþykkti Safnaráð að draga sig út úr samstarfinu. Þeim upplýsingum sem safnað hefur verið verður komið til Hagstofu. Að tillögu frkv.stj. samþykkti Safnaráð jafnframt að taka aftur upp sambærileg umsóknareyðublöð og árin áður til að tryggja Safnaráði allar þær upplýsingar sem á þarf að halda við mat á styrkhæfi og styrkupphæð til safna sem sækja um í Safnasjóð, en Safnaráð hafði í ljósi umrædds samstarfs við Hagstofu einfaldað umsóknareyðublöð vegna umsókna í Safnasjóð verulega.

3. Útflutningur menningarverðmæta – verklagsreglur – dreifimiði. Frkv.stj. kynnti tillögu að breytingum á verklagsreglum Safnaráðs vegna útflutnings menningarverðmæta. Breytingarnar voru samþykktar með athugasemdum. Kynnt var erindi Lilju Árnadóttur þar sem hún kynnir dreifimiða frá ABM-utvikling, norska tollinum og UNESCO, þar sem bent er á gildandi reglur varðandi út- og innflutning menningarverðmæta. Safnaráð samþykkti að hefja athugun á vinnslu á sambærilegum dreifimiða með upplýsingum um heimildir til út- og innflutnings menningarverðmæta á Íslandi. Var frkv.stj. falið að vinna málið áfram, leitað verður til menntamálaráðuneytis um samstarf um verkefnið.

4. Erindi frá Iðnaðarsafninu – Hollvinafélög safna (úthlutunarreglur Safnaráðs). Erindi barst frá Iðnaðarsafninu þar sem bent er á mikilvægi starfsframlags sjálfboðaliða fyrir safnið og að slíkt starf falli ekki að nýjum reglum Safnaráðs um útreikning rekstrarstyrkja til safna. Samþykkt var að skoða málið í tengslum við úthlutun 2009. Ný aðferð Safnaráðs við útreikning rekstrarstyrkja er í þróun og fagnar ráðið athugasemdum safnmanna sem stuðlað geta að bættum aðferðum.

5. Umsókn John M. Steinberg um útflutning sýna úr beinum úr fornleifauppgröftum í Skagafirði. Safnaráði barst umsókn frá John M. Steinberg um útflutning sýna úr beinum úr fornleifauppgröftum í Skagafirði. Leitað var umsagnar forvarða Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins. Umsagnir beggja voru jákvæðar m.t.t. útflutnings. Bent er á að skylt er að skila sýnum sem ekki eyðast við rannsókn aftur til landsins. Safnaráð samþykkti að heimila útflutning.

6. Umsókn Kevin P. Smith um útflutning sýna og gripa úr fornleifauppgrefti að Gilsbakka. Safnaráði barst umsókn frá Kevin P. Smith, um útflutning sýna og gripa úr fornleifauppgrefti að Gilsbakka. Leitað var umsagnar forvarða Þjóðminjasafns Íslands og Fornleifaverndar ríkisins. Umsagnir beggja voru jákvæðar m.t.t. útflutnings. Bent er á að skylt er að skila öllum gripum og auk þess sýnum sem ekki eyðast við rannsókn aftur til landsins. Safnaráð samþykkti að heimila útflutning á gripum til eins árs, enda verði gripirnir skráðir áður í Þjóðminjasafn Íslands og nákvæmur listi yfir gripi sendur Safnaráði áður en að útflutningi kemur. Erindið verður sent Náttúrufræðistofnun Íslands til afgreiðslu hvað varðar dýrafræðilegar minjar sem sótt er um leyfi til útflutnings og rannsókna á.

Í tengslum við erindið fjallaði Safnaráð um mikilvægi þess að gripir úr fornleifauppgröftum séu skráðir í viðkomandi höfuðsafn áður en til mögulegs útflutnings kemur.

7. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur Safnaráðs er skv. fundaáætlun fimmtudaginn 25. september n.k. Samþykkt var að færa fundinn og mun frkv.stj. gera tillögu að nýjum fundartíma. 

Önnur mál:

Farskóli Fél. íslenskra safna og safnmanna 2008. Fjallað var um Farskóla safnmanna 17.-19. sept. 08.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 14:00/RH 


Vettvangsferð Safnaráðs á Austurland, 1. og 2. september 2008.

Safnaráð fór fimmtu vettvangsferð ráðsins mánudaginn og þriðjudaginn 1. og 2. september 2008.

Flogið var að morgni 1. sept til Hafnar í Hornafirði og voru eftirfarandi með í för:

Margrét Hallgrímsdóttir, varaformaður

Helgi Torfason,

Sveinn Kristinsson,

AlmaDís Kristinsdóttir,

Júlíana Gottskálksdóttir, varamaður

Anna Guðný Ásgeirsdóttir, varamaður

Helga Bjarnadóttir, varamaður

Rakel Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri

Eftirfarandi söfn og setur á Austurlandi voru heimsótt, aðstaða skoðuð og rætt við forstöðumenn og aðra forsvarsmenn safnanna um stöðu og stefnu:

 
Mánudagur 1. september 2008
 
Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Höfn
     Byggðasafn Austur-Skaftafellssýslu
     Náttúrugripasafn Austur-Sk.f.sýslu

     Jöklasýning
Björn Gísli Arnarson, starfsmaður Byggðasafns
María Gísladóttir, starfsmaður Menningarmiðst.
Sigurður Hannesson, starfsmaður Menningarmiðst.
 
Langabúð, Djúpivogur
     Byggðasafn
     Ráðherrastofa Eysteins Jónssonar
     Safn Ríkharðs Jónssonar
     Fugla- og steinasafn Djúpavogshrepps
Íris Birgisdóttir, safnvörður
 
Safnaráðsfundur og hádegisverður á Djúpavogi.
 
Steinasafnið Teigarhorni
      Teigarhorn (gamli bærinn)
Herbert Hjörleifsson
Bóka- og minjasafn Nönnu Guðmundsdóttur, Berufirði
Guðríður Gunnlaugsdóttir
Vilborg Gunnlaugsdóttir, Hornafirði
 
Jarðfræðisetur, Breiðdalsvík
Steinasafn, Breiðdalsvík
 
Björn Björgvinsson, forsvarsmaður
Páll Baldursson, bæjarstjóri
Kristín Skúladóttir, Sunnubergi (mágkona Björns, sá um kaffimóttökur)
 
Steinasafn Petru, Stöðvarfirði
Elsa Lísa Jónsdóttir, dóttir Petru
Auður Björnsdóttir
Jóna Petra Magnúsdóttir
 
Gist á Egilsstöðum.
 
 
Þriðjudagur 2. september 2008
 
Minjasafn Austurlands, Egilsstöðum
Elfa Hlín Pétursdóttir, forstöðumaður
Tækniminjasafn Austurlands
     Vélasmiðja Jóhanns Hanssonar
Pétur Kristjánsson, forstöðumaður
Jóhann Grétar Einarsson
Sandra Jónsdóttir
 
Hádegisverður á Seyðisfirði
 
Safnastofnun Fjarðabyggðar
     Safn Tryggva Ólafssonar
     Safn Jósafats Hinrikssonar
     Náttúrugripasafnið Neskaupsstað
     Randulffssjóhús
     Sjóminjasafn Austurlands
Pétur Sörensson, forstöðumaður
Berglind Ingvarsdóttir
Andy, frá Nýja Sjálandi, leiðsögumaður

Flogið var 2. sept. kl. 17:25 til Reykjavíkur frá Egilsstöðum, komið til Reykjavíkur um 18:25.