Fundargerð 68. fundar Safnaráðs

14. febrúar, kl. 15:00 – 17:00

Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Karl Rúnar Þórsson, Sveinn Kristinsson, Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir

1. Fundargerð 66. fundar samþykkt  og undirrituð. Athugasemdir komu fram við fundargerð 67. fundar sem verður lögð að nýju fram til undirritunar á næsta fundi.

2. Úthlutun 2008 Framhald úthlutunarfundar föstudaginn 8. febrúar. Tilkynningin um úthlutun verður send söfnum fyrir mánaðamót. Ákveðið að senda út fréttatilkynningu frá Safnaráði samhliða úthlutun og Sveinn Kristinsson mun skrifa grein um Safnasjóð og mikilvægi hans til eflingu safna og byggðar. Skýrsla um nýtt reiknilíkan rædd. Drög að bréfi til safna með upplýsingum um reiknilíkanið var samþykkt.

Lögð fram greinargerð Náttúrufræðistofu Kópavogs um nýtingu styrkjar 2007 til þróunar skráningarkerfis fyrir náttúruminjasöfn. Helgi Torfason mun ásamt frkv.stj. Safnaráðs fylgjast náið með framgangi verkefnisins.

Safnaráð ákvað að skrifa eigendum og stjórnum náttúrugripasafnanna í Neskaupsstað, Djúpavogi og á Bolungarvík bréf og upplýsa um breytt starfsumhverfi safna vegna nýrra laga um Náttúruminjasafns Íslands. Starfandi frkv.stj. falið að skrifa bréfið í samvinnu við forstöðumann Náttúruminjasafns Íslands.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra. Gefið hefur verið út tvö leyfi til tímabundins flutnings menningarminja: Annars vegar er leyfi til Listasafns Íslands um útflutning á fimm málverkum Jóhannesar S. Kjarvals í tengslum við sýningu sem menntamálaráðuneytið stendur fyrir í tengslum við Íslandskynningu í Belgíu. Hins vegar er leyfi til Dr. Steinunnar Kristjánsdóttur á öllum beinum sem komið hafa upp við fornleifauppgröft að Skriðuklaustri.

Kristín Huld Sigurðardóttir forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins hefur hafnað drögum að samningi um samvinnu Safnaráðs og Fornleifaverndar ríkisins um útflutning sýna sem kynnt var á fundi Safnaráðs í janúar. Ástæðurnar eru ýmsar m.a. að best sé að bíða eftir því að Alþingi samþykki ný þjóðminjalög.

Öðrum liðum úr skýrslu framkvæmdastjóra var frestað til næsta fundar.

4. Stefna Safnaráðs 2008-2012. Starfandi frkv.stj. kynnti fyrstu drög að stefnu Safnaráðs. Drögin rædd og starfandi frkv.stj. falið að vinna áfram að málinu.

5. Opinber tölfræði um söfn. Safnaráð vinnur að því að koma á samvinnu við Hagstofu Íslands um opinbera tölfræði um söfn. Samþykkt að hafa til hliðsjónar skýrslu frá árinu 2004 Museumsstatistikken. En gjennomgang av definisjoner, kvalitet og populajon. Þar sem grein er gerð fyrir aðferðafræði Abm-utvikling og SSB við samskonar endurskoðun á opinberri tölfræði í Noregi. Norskir staðlar verða aðlagaðir að íslenskum aðstæðum en eitt af markmiðum Safnaráðs er að opinber tölfræði um söfn verði samanburðarhæf við tölfræði á hinum Norðurlöndunum um leið og hún endurspegli vel aðstæður íslenskra safna. Safnaráð mun safna upplýsingum en Hagstofa Íslands mun vinna tölfræðina. Spurningum verður svarað rafrænt og munu spurningarnar koma í staðinn fyrir núverandi spurningarlista Hagstofunnar og stóran hluta þeirra spurninga sem í dag eru á umsóknareyðublaði í Safnasjóð. Í tölfræðilegu samhengi byggir skilgreining á safni á safneigninni sjálfri, ekki á styrkhæfi í Safnasjóð. Starfandi frkv.stj. falið að vinna áfram í málinu.

6. Í tengslum við umræður um tölfræði var nýtt umsóknareyðublað í Safnasjóð árið 2009 kynnt. Auk spurninga sem umsóknaraðilar þurfa að svara og upplýsingar um þau gögn sem þurfa að fylgja með umsóknum þá er á umsóknareyðublaðinu ýtarlegar upplýsingar um þau skilyrði sem söfn þurfa að uppfylla skv. lögum til þess að teljast hæf til þess að sækja um í Safnasjóð. Einnig koma fram hvaða viðmið Safnaráð setur til þess að skilyrði laganna eru uppfyllt.

7. Stofnskrár safna. Safnaráð er við það að taka upp nýjar verklagsreglur þegar kemur að því að  fylgja eftir ákvæði safnalaga um að samþykkt Safnaráðs á stofnskrám. Drög að bréfi til safna þar sem breytingin er kynnt var samþykkt af Safnaráði. Starfandi frkv.stj. falið að semja leiðbeiningar um stofnskrár safna sem verða lagðar á heimasíðu Safnaráðs.

8. Svar menntamálaráðuneytis við erindi Safnaráðs um höfundaréttarmál á söfnum. Safnaráð samþykkti að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

9. Erindi The Netherlands Institute for Cultural Heritage. Fyrirspurn um grisjunarstefnu íslenskra safna og lög og reglur sem hana varðar. Ákveðið að starfandi frkv.stj. svaraði erindinu og að tengill á Hollenska skýrslu um grisjunarmál yrði lagður á heimasíðu Safnaráðs.

10. Önnur mál: Starfandi frkv.stj. var þakkað samstarfið (svo og Karli Rúnari Þórssyni fulltrúa FÍSOS og varaformanni Safnaráðs var þökkuð vel unnin störf) Næsti fundur Safnaráðs verður haldinn fimmtudaginn 17. apríl n.k. kl 15-17.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 17:00/AÞÞ