Fundargerð 71. fundar Safnaráðs

19. maí, kl. 15:00 – 17:00

Þjóðminjasafni Íslands v. Suðurgötu, 101 Reykjavík

Viðstödd: Margrét Hallgrímsdóttir formaður, Halldór Björn Runólfsson, Helgi Torfason, Sveinn Kristinsson, AlmaDís Kristinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir.

1. Fundargerð 70. fundar var samþykkt og undirrituð.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra. Safnastarf.is. Skráningum safna, setra og sýninga á upplýsingavefsíðuna safnastarf.is, sem Safnaráð heldur úti, fer fjölgandi. Stofnanirnar sjálfar sjá um skráningu, viðhald og uppfærslu upplýsinga á síðunni með aðgangsorði. Aðgengi fyrir alla. Fundur Þjóðminjasafns og Safnaráðs um aðgengismál á söfnum þann 23. apríl 2008 gekk vel. Fram komu góðar tillögur að auðveldum úrbótum á aðgengi safna.  Uppbygging meistararnáms í safnafræði við HÍ. Boðið verður upp á meistaranám í safnafræði við félagsvísindadeild HÍ frá hausti 2009. Um verður að ræða mikilvægt skref í átt að faglegri uppbyggingu safnastarfs á Íslandi. Íslenski safnadagurinn 2008. Starfshópur um kynningu Íslenska safnadagsins 2008 hefur fundað. Skrifstofa Safnaráðs heldur utan um kynningu eins og undanfarin ár og verður kynningin með svipuðum hætti og verið hefur. Yfirskrift dagsins verður ?fyrir fjölskylduna?. Höfundarréttarmál safna. Í frh. af ákvörðun síðasta fundar ræddi  frkv.stj. við Erlu S. Árnadóttur hjá Lex lögmannsstofu. Mun hún taka að sér að skoða mögulegan grunnsamning Safnaráðs og Myndstefs um notkun myndefnis í fræðslustarfi safna. Boð Nýlistasafnsins til heimsóknar. Nýlistasafnið bauð Safnaráði til heimsóknar á safnið. Þakkar ráðið boðið og óskar eftir að safnið nefni dag síðar á árinu (s.s. í haust, t.a.m. í framhaldi af fundi ráðsins). Svar menntamálaráðuneytis við ósk Safnaráðs um fund með formanni fjárlaganefndar. Í frh. af ósk Safnaráðs barst svar frá Eiríki Þorlákssyni í menntamálaráðuneyti þar sem bent er á að stofnunum og sjóðum sé óheimilt að fara á fund nefndarinnar. Samþykkti Safnaráð að svara EÞ og benda á að ráðið hafi hingað til starfað eftir þeirri reglu en það hafi í huga samráð Húsafriðunarnefndar og fjárlaganefndar um fjárveitingar á sviði húsafriðunar. Telur Safnaráð mikilvægt að stuðla að betri faglegri nýtingu fjármuna og samræmdum vinnubrögðum með sambærilegu samráði Safnaráðs og fjárlaganefndar. Ennfremur óskar Safnaráð eftir upplýsingum um það hvaða samþykkt er verið að vísa í í tenglsum við umrædda reglu ráðuneytisins. Safnaverðlaun Evrópu 2008. Safnaverðlaun Evrópu 2008 (2008 European Museum of the Year Award) voru veitt í 31. sinn laugardaginn 17. maí 2008. Safnaráð tilnefndi Minjasafn Reykjavíkur til samkeppninnar fyrir Landnámssýninguna 871 +/-2. Eftir heimsókn dómnefndar í ágúst 2007 var safnið valið til áframhaldandi keppni og keppti til úrslita þann 17. maí en hafði ekki sigur úr bítum. Upplýsingar um verðlaunahafa má finna á www.europeanmuseumforum.org (Opnast í nýjum vafraglugga).

3. Umsóknareyðublöð 2009. Frkv.stj. kynnti drög að umsóknareyðublöðum vegna umsókna úr Safnasjóði 2009. Drögin voru samþykkt með breytingum.

4. Auglýsing eftir umsóknum í Safnasjóð 2009. Frkv.stj. kynnti drög að auglýsingu eftir umsóknum í Safnasjóð 2009. Drögin voru samþykkt með breytingum. Einnig voru samþykktar upplýsingar til safna um útreikning upphæðar rekstrarstyrks úr Safnasjóði 2009. Auglýst verður eftir umsóknum í júní n.k.

5. Viðurkenningarskjal – hugmyndir hönnuðar. Frestað til næsta fundar.

6. Erindi Grasagarðs Reykjavíkur vegna úthlutunar 2008. Safnaráði barst erindi Grasagarðs Reykjavíkur þar sem óskað er rökstuðnings vegna afgreiðslu umsóknar Grasagarðsins í Safnasjóð 2008. Safnaráð samþykkti svarbréf við erindinu.

7. Næsti fundur og önnur mál. Næsti fundur Safnaráðs var ákvarðaður skv. fundaáætlun mánudaginn 12. maí n.k. kl 15-17.

Önnur mál:

Skemmdir á forngripum. Safnaráði barst erindi, áframsent frá Fornleifavernd, frá Jóni Pálmasyni þar sem hann bendir á eyðileggjandi aðgerðir sem viðhafðar eru á forngripum, gömlum skotvopnum. Skotvopnin eru merkt eintaksnúmeri með varanlegum hætti (grafið í þau eða hoggið) af tilskipan lögregluembættisins með tilvísun í vopnalög nr. 16/1998.

Skv. mati Ólafs Inga Jónssonar, forvarðar, er um að ræða eyðileggjandi og óþarfa aðgerð á forngripum. Safnaráð samþykkti að benda ríkislögreglustjóra á málið.

Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 17:00/RH