Fundargerð 24. fundar Safnaráðs, Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 41,
101 Rvk., 18. desember 2003, kl. 11:30.
Viðstödd voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Ólafur Kvaran, Álfheiður Ingadóttir, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir og Rakel Halldórsdóttir. Gísli Sverrir Árnason var viðstaddur í gegnum síma.
1. Fundargerð 23. fundar samþykkt og undirrituð. Lokið var við að undirrita fundargerðir 20., 21. og 22. fundar.
2. Skýrsla framkv.stjóra. Framkvæmdastjóri skýrði frá starfsemi ráðsins frá síðasta fundi. Safnaráði barst fyrirspurn frá Drífu Hjartardóttur á Alþingi (þskj. 508). Frkv.stj. sendi mrn. svör 8. desember sl. Ársreikningur Safnasjóðs 2002 hefur verið undirritaður og sendur Ríkisendurskoðun, en í ljós kom að 3 millj. kr. inneign frá 2001 (frá Umhverfisráðuneyti) reyndist rétt færsla.
3. Erindi til Safnaráðs:
a. Erindi Reykjavíkurborgar, f.h. Minjasafns Reykjavíkur, um byggingarstyrk til byggingar sýningarskála fyrir landnámsminjar við Aðalstræti. Áframhaldandi umfjöllun frá 23. fundi. Framkvæmdasýsla ríkisins hefur skilað faglegu mati á raunhæfi kostnaðaráætlunar og telur stofnunin að sú áætlun sem lögð var fram sé raunhæf, en bendir á 20% óvissuþátt hennar. Ákveðið var að afgreiða erindið með jákvæðri umsögn til mrn. Athugað verður með að láta umsækjanda bera kostnað v. faglegs mat Framkvæmdasýslunnar.
b. Erindi Hólarannsóknar um beiðni til að flytja forngripi og dýrabein, úr fornleifauppgröftum Hólarannsóknar, tímabundið úr landi í rannsóknarskyni. Mrn. taldi ekki þörf á samþykki ráðherra þar sem ekki er um að ræða lán v. sýninga. Hólauppgreftri verði sent bréf þar sem útflutningur er heimilaður.
4. Þjónustusamningur. Samningurinn var undirritaður og færður mrn. til staðfestingar.
5. Úthlutunarkerfi Safnaráðs. Ákveðið var að frkv.stj. undirbyggi, fyrir næsta fund, greinargerð varðandi kosti og galla aðferðar Dana við að meta styrki til danskra safna.
6. Formennska í Safnaráði. Margrét Hallgrímsdóttir, formaður Safnaráðs, gerði að tillögu sinni að skipt verði um formann á nýju ári og formennskan verði þá í höndum Ólafs Kvaran. MH ritar bréf til mrn. þar um.
7. Fyrirkomulag starfsemi og funda 2004. Rætt verði um fyrirkomulag í byrjun næsta árs.
Næsti fundur var áætlaður þann 9. janúar 2004.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13:00/RH