Fundargerð 13. fundar Safnaráðs, að Lyngási 7, Garðabæ,
10. janúar 2003, kl. 10:30.
Mættir voru: Margrét Hallgrímsdóttir, Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Karla Kristjánsdóttir, Sigrún Ásta Jónsdóttir og Gísli Sverrir Árnason. Auður Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Fundargerð 12. fundar var lögð fram og samþykkt.
1. Tillögur að úthlutun úr Safnasjóði 2003.
Farið var yfir tillögur til styrkveitinga 2003. Formaður safnaráðs lagði til að við úthlutun úr safnasjóði vegna ársins 2003 yrðu ekki veittir styrkir úr safnasjóði til þeirra safna sem hljóta fjárveitingar frá Alþingi til reksturs og verkefna á fjárlögum 2003.
Á.I. var ósammála tillögu formanns.
Safnaráð samþykkti að kalla eftir skilgreiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á hugtakinu ,,safn“.
2. Verklagsreglur.
Ekki hafa borist athugasemdir við drög að verklagsreglum. Var samþykkt að ítreka beiðni til safnaráðsmanna um athugasemdir. Óskað er eftir því að athugasemdir berist fyrir 17. janúar 2003, en verklagsreglurnar voru sendar til safnaráðsmanna 24. september 2002 með beiðni um athugasemdir.
3. Umsóknir um nýtt starf starfsmanns safnaráðs.
Farið verður yfir umsóknir á milli funda. Stefnt að því að taka hæfustu umsækjendur í viðtal fyrir næsta fund. Starfsmaður fær starfsaðstöðu í Lyngási 7 neðri hæð.
4. Önnur mál.
Rætt um mikilvægi þess að aðalmenn safnaráðs sæki fundina að jafnaði.
Fleira var ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13.00.