Samkvæmt 11. gr. safnalaga nr. 141/2011 er heimilt er að veita viðurkenndu safni styrk úr ríkissjóði til að mæta stofnkostnaði. Til að styrkur komi til álita skal fylgja skilmálum er safnaráð setur um húsnæði safna. Þeir skilmálar skulu m.a. kveða á um öryggi og varðveislu safngripa. Mennta- og menningarmálaráðuneytið tekur við umsóknum um stofnstyrki og veitir þá.

Staðfesting safnaráðs

Staðfesting safnaráðs vegna umsóknar um stofnstyrk mennta- og menningarmálaráðuneytisins byggir á

 1. gögnum sem safnið sendir safnaráði og
 2. heimsókn eftirlitsnefndar safnaráðs
 3. Ef við á – safnaráð getur leitað til annarra matsaðila ef þörf krefur

Þau gögn sem safnaráð þarf að fá frá safninu þurfa að staðfesta að byggingin sem sótt er um styrk fyrir, uppfylli skilyrði safnaráðs á húsnæði safna. Þessir skilmálar eru undir lið 4 í skilyrðum viðurkenningar:

 1. Húsnæði
  1. Safnið skal hafa starfsleyfi frá heilbrigðiseftirliti og skila afriti af því til safnaráðs sé þess óskað.
  2. Eldvarnareftirlit skal gera reglulegar úttektir á húsnæði safnsins, afriti af umsögn eldvarnareftirlits skal skilað til safnaráðs sé þess óskað. Skilyrði í sýninga-og geymsluhúsnæði skulu vera með þeim hætti að langtímavarðveisla gripa sé tryggð.
 2. Öryggismál
  1. Safnið skal hafa öryggiskerfi í lagi, viðvörunarkerfi vegna bruna, innbrota og raka. Staðfestingu á virkni öryggiskerfa skal skilað til safnaráð sé þess óskað.
  2. Safnið skal hafa eftirlit með ljósmagni, hitastigi og rakastigi í húsakynnum sínum, mælingar skulu skráðar reglulega og upplýsingum skilað til safnaráðs sé þess óskað.
  3. Safn skal hafa neyðaráætlun, fyrir starfsfólk, gesti og safnkost

Eftirfarandi gögnum þarf að skila til safnaráðs:

 • Formlegt bréf um ósk um staðfestingu safnaráðs
 • Teikningar af húsnæðinu
 • Upplýsingar um eldvarnir og öryggiskerfi safnsins og staðfestingar ef til er
 • Afrit af neyðaráætlunum
 • Jafnvel yfirlit yfir bygginga/breytingakostnað ef umsækjandi telur að það muni skýra málið.
 • Í einstaka tilfellum er óskað eftir frekari gögnum eða upplýsingum

Í kjölfar þess að gögnin berast hefur safnaráð eða samband við safnið og þá er heimsókn frá aðila í eftirlitsnefnd safnaráðs skipulögð.

Í einstaka tilfellum getur safnaráð leitað til annarra sérfróðra matsaðila ef þörf krefur.

Nánari upplýsingar má fá hjá skrifstofu safnaráðs og hjá skrifstofa menningarmála og fjölmiðla í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Um stofnstyrki í safnalögum nr. 141/2011

11. gr. Stofnstyrkir.
 Heimilt er að veita viðurkenndu safni styrk úr ríkissjóði til að mæta stofnkostnaði. Til að styrkur komi til álita skal fylgja skilmálum er safnaráð setur um húsnæði safna. Þeir skilmálar skulu m.a. kveða á um öryggi og varðveislu safngripa.
 Framlagið skal innt af hendi samkvæmt sérstökum samningi og greiðsluáætlun sem stjórnendur safnsins gera við ráðuneyti áður en framkvæmdir hefjast eða kaupsamningur er gerður. Sé þessum formlegu kröfum ekki fylgt á safnið ekki kost á stofnstyrk úr ríkissjóði í samræmi við ákvæði greinarinnar.
 Fyrir undirritun samnings um framlag ríkisins samkvæmt þessari grein skal viðkomandi safn leggja fram staðfestingu á því að annar stofnkostnaður sé tryggður.
 Fjárveitingar til stofnstyrkja samkvæmt þessari grein eru háðar ákvörðun Alþingis um framlög í fjárlögum.