Sarpur er skráningarforrit sem flest söfn á Íslandi nota. Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir sem eru aðilar að Sarpi skráð rúmlega eina milljón færslna í gagnasafnið sem varðveitt er á svonefndum innri vef. Meirihluti þeirra er nú aðgengilegur á ytri vefnum sarpur.is.

Skráningarhandbók Sarps útg. 2.0 inniheldur leiðbeiningar um almenna skráningu í Sarp og ítarupplýsingar fyrir hverja aðfangategund fyrir sig.

Handbókin er gefin út af Landskerfi bókasafna sem er rekstraraðili Rekstrarfélags Sarps, sem er í eigu 38 aðildarsafna.

skraningarhandbok_2.0